Microsoft Office 365/Office 2019
Uppsetning
Nemendur í dagskóla og fjarnámi geta fengið Microsoft Office 365/Office 2019 hjá skólanum og notað þann tíma sem þeir eru skráðir í skólann.
Nemendur þurfa að sækja um leyfi fyrir Office pakkanum í Þjónustuveri, annað hvort með því að koma við í Þjónustuverinu eða senda póst á netfangið thjonustuver@fa.is. Í tölvupóstinum þarf að koma fram nafn nemandans og kennitala.
Þegar leyfið er fengið fer nemandinn inn á heimasíðu skólans "http://www.fa.is" og tengir sig inn á „VEFPÓSTUR“ með sínum notendaaðgangi.
Þegar inn í vefpóstinn er komið birtist efst í hægra horni skjásins hnappur þar sem stendur „Innstall Office“. Office pakkinn er sóttur (download) niður á viðkomandi vél. Þegar skráin er fullhlaðin niður á vélina er hún ræst og Office pakkinn settur upp. Ef eldri útgáfa af Office pakka er fyrir á vélinni þarf að taka hann út áður en Office 365 er settur upp.
MAC notendur athugið:
Þegar Office pakkinn hefur verið settur upp þurfa þeir sem eru með MAC tölvur að opna eitthvert af Office forritunum (t.d.Word eða Excel). Biður þá forritið um email-addressu til að virkjar Office pakkann. Skólanotendanafn og lykilorð er notað. Dæmi: fa01019924@fa.is og lykilorð.
Þeir nemendur sem vilja hafa íslensk viðmót á Office pakkanum geta sótt tungumálaviðbót á eftirfarandi slóð:
(Síðast uppfært 30.9.2019)