4.1. Bóknám

Skólinn býður upp á bóknám til stúdentsprófs á félagsfræðabraut,  hugvísindabraut, íþrótta- og heilbrigðisbrautnáttúrufræðibraut, opinni stúdentsbraut og viðskipta-og hagfræðibraut.

Almenn lokamarkmið bóknámsbrauta FÁ eru að nemendur:

 • hafi öðlast alhliða þroska þannig að þeir séu sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi
 • séu búnir undir störf í atvinnulífinu og undir frekara nám
 • búi yfir ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi
 • hafi á valdi sínu öguð og sjálfstæð vinnubrögð og geti beitt gagnrýnni hugsun
 • kunni að njóta menningarlegra verðmæta
 • hafi hvata til stöðugrar þekkingar- og upplýsingaleitar
 • hafi góða þekkingu á íslensku samfélagi
 • búi yfir þekkingu á umheiminum og hafi öðlast víðsýni og umburðarlyndi gagnvart öðrum þjóðum
 • þekki réttindi og skyldur þegna í lýðræðisþjóðfélagi
 • séu færir um að tjá skoðanir sínar í ræðu og riti
 • séu hæfir til samvinnu og beri virðingu fyrir skoðunum annarra
 • beri virðingu fyrir náttúrunni og nærumhverfi sínu
 • geri sér grein fyrir mikilvægi heilbrigðra lífshátta
 • hafi öðlast innsýn í íslenskt fjölmenningarsamfélag
 • hafi átt þess kost að taka virkan þátt í félagslífi skólans
Smelltu á viðkomandi braut efst á síðunni til að fá nánari upplýsingar.


(Síðast uppfært 28.10.2021)