Kennslufyrirkomulag

Kennsla í FÁ er skipulögð í stokkum samkvæmt þar til gerðri stokkatöflu. Stokkataflan er jafnan endurskoðuð á 2-3 ára fresti með tilliti til þróunar og breytinga á námi og kennsluháttum.

Nemendur sem eru í 5 eininga áfanga sækja 4 tíma í viku (þrjú skipti, þ.e. einn tvöfaldur tími og tveir stakir tímar) samkvæmt stokkatöflu, nemendur í þriggja eininga áfanga sækja þrjá tíma í viku og nemendur í einnar einingar áfanga sækja einn til tvo tíma í viku..

Stokkatafla_1565703851589

Starfsmannafundir fara fram á mánudögum kl. 8:15 og gefst þá starfsfólki tækifæri til að funda um fagleg mál sem þarfnast umræðu.

Kennarar í FÁ nota kennsluumhverfið Moodle. Þar finna nemendur efni og upplýsingar sem tengjast hverju námskeiði, m.a. bókalista, kennsluáætlun, kennsluefni frá kennara, verkefni, umræðuþræði, ítarefni (ef það á við) o.m.fl. Ennfremur geta nemendur skoðað einkunnir fyrir mismunandi námsþætti og átt samskipti við aðra nemendur og kennara.

 

(Síðast uppfært 20.10.2022)