Tölvuver

Tölvuverið er opið:frá kl. 8:00 til 16:30 mánudaga - fimmtudaga og frá kl. 8:00 til 15:00 á föstudögum 

 • Láttu ekki undir nokkrum kringumstæðum aðra fá notandanafn og lykilorð þitt. Gleymdu því ekki að þú ert ábyrgur fyrir netfanginu þínu og öllu sem unnið er á þínu netfangi.
 • Nemendur geta fengið endurúthlutað lykilorðinu sínu á skrifstofu skólans eða í Þjónustuveri ef þeir gleyma því eða týna.
 • Heimasvæði þitt á móðurtölvunni er H-drif. Enginn hefur aðgang að svæðinu þínu nema þú og umsjónarmaður tölvunetsins.
 • Auk aðgangs að staðarneti hefur þú aðgang að Internetinu. Allir mega "gramsa" að vild en innan velsæmismarka.
 • Nemendur geta sótt um aðgang að vefpósti hjá skólanum. Hægt er að senda póst á netfangið thjonustuver@fa.is eða koma við í Þjónustuveri þar sem umsóknir eru afgreiddar.
 • Nemendur hafa leyfi til að setja upp Office 365/Office 2019 á eigin tölvu. Leiðbeiningar er að finna á heimasíðu skólans undir Þjónusta - Tölvu- og þjónustuver - Office 365/Office 2019. 
 •  Nemendur halda Office pakkanum á meðan þeir eru skráðir nemendur skólans.
 • Nemendur geta tengt fartölvu, síma eða spjaldtölvu inn á þráðlausa net skólans. Upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans undir Tölvu- og þjónustuver - Tenging við net.
 • Fjölnotavél sameinar prentun, ljósritun og skönnun. Nánari upplýsingar um prentun er að finna á heimasíðu skólans undir Þjónusta - Þjónustu- og tölvuver - Prentun - skönnun.
 • Á stofutöflum kemur fram hvenær verið er að kenna í tölvustofunum. Nemendur hafa aðgang að tölvustofum þegar ekki er verið að kenna í stofunum.
 • Munið að ganga ávallt vel um tölvuverið. Mat og drykki má ekki hafa meðferðis. Farið út af tölvunum að vinnu lokinni.
 • Brot á umgengnisreglum getur leitt til þess að aðgangur að staðarneti skólans verði tímabundið eða alveg lokað. Litið er á tilraun til að brjótast inn á netkerfi skólans eins og hvert annað innbrot og getur leitt til brottvísunar úr skóla.

 

Velkomin(n) í tölvuverið


(Síðast uppfært 22.3.2021)