Tölvuver

Tölvuverið er opið:frá kl. 8:00 til 16:30 mánudaga - fimmtudaga og frá kl. 8:00 til 15:00 á föstudögum 

  • Nemendur fá úthlutað notendanafni og lykilorði þegar þeir hefja nám við skólann. Notendanafnið er samsett á eftirfarandi hátt: fa + fyrstu 8 stafir kennitölunnar + @fa.is. Dæmi: fa01013077@fa.is

  • Nemendur geta breytt lykilorðinu sínu með því að fara á slóðina Leiðbeiningar er að finna á heimasíðu skólans undir Þjónusta – Tölvu- og þjónustuver – Menntaský – Breyta lykilorði.

  • Notendanafnið er jafnframt skólanetfang nemenda sem gefur nemendum aðgang að staðarneti skólans auk ýmiss hugbúnaðar sem notaður er í námi.

  • Nemendur dagskóla og fjarnáms geta fengið Microsoft Office 365/Office 2019 hjá skólanum og notað þann tíma sem þeir eru skráðir í skólann. Leiðbeiningar er að finna á heimasíðu skólans undir Þjónusta – Tölvu- og þjónustuver – Office 365/Office 2019.

  • Nemendur geta tengt fartölvu, síma, spjaldtölvu inn á þráðlausa net skólans. Upplýsingar er að finna inn á heimasíðu skólans undir Tölvu- og þjónustuver – Tenging við net.

  • Fjölnotavél (prentari) sameinar prentun, ljósritun og skönnun. Nánari upplýsingar um prentun er að finna á heimasíðu skólans undir Þjónusta – Tölvu- og þjónustuver – Prentun – skönnun. Sömuleiðis geta nemendur prentað úr eigin fartölvum. Leiðbeiningar er að finna á heimasíðu skólans undir Þjónusta – Tölvu- og þjónustuver – Prentun úr fartölvum.

  • Á stofutöflum kemur fram hvenær verið er að kenna í tölvustofunum. Nemendur hafa aðgang að tölvustofum þegar ekki er verið að kenna í stofunum.

  • Munið að ganga ávallt vel um tölvuverið. Mat og drykki má ekki hafa meðferðis. Skráið ykkur út af tölvunum að vinnu lokinni.

  • Láttu ekki undir nokkrum kringumstæðum aðra fá notendanafnið þitt og lykilorð. Gleymdu því ekki að þú berð ábyrgð á netfanginu þínu og öllu því sem unnið er á þínu netfangi.

  • Brot á umgengnisreglum getur leitt til þess að aðgangur að neti skólans verði tímabundið eða alveg lokað. Litið er á tilraun til að brjótast inn á netkerfi skólans eins og hvert annað innbrot og getur leitt til brottvísunar úr skóla.  

Verið öll velkomin í tölvuverið


(Síðast uppfært 16.5.2024)