8.2. Foreldrasamstarf

Foreldrar nemanda sem er yngri en 18 ára fá aðgang að öllum gögnum sem varða barnið þeirra. Þeir eru hvattir til að hafa samband við umsjónarkennara, námsráðgjafa, stjórnendur og aðra starfsmenn skólans um allt sem varðar velferð barnsins. Fundur er haldinn með foreldrum í byrjun hverrar annar og fá þeir bréf frá skólanum þegar ástæða þykir til, eins og t.d. fyrir dansleiki nemenda.

Foreldrafélag Fjölbrautaskólans við Ármúla var stofnað þann 25. nóvember 2008 og hefur verið virkt með hléum síðan. Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum gæðum skólans og leitast við að tryggja nemendum aðstæður til menntunar og almenns þroska.

Á síðu foreldrafélagsins eru fundargerðir og lög félagsins.


(Síðast uppfært 2.11.2021)