6. Þjónusta við nemendur

6.1. Umsjónarkerfi

Meginmarkmið umsjónarstarfsins eru:

  • að stuðla að góðu námsgengi nemenda í skólanum og koma þannig í veg fyrir brotthvarf þeirra úr skóla
  • að stuðla að góðri líðan nemenda í skólanum m.a. með því að byggja upp jákvæðan starfsanda
  • að miðla upplýsingum til umsjónarhópsins

Hlutverk umsjónarkennara er að:

  • fræða nemendur um skólann, s.s. starfsfólk og starfssvið þeirra, starfshætti skólans, reglur, námsbrautir og valgreinar
  • fylgjast með ástundun og gengi umsjónarnemenda sinna, veita þeim persónulegt aðhald og stuðning og koma ábendingum um námsvanda á framfæri við náms- og starfsráðgjafa
  • aðstoða nemendur við námsval og vinna námsáætlun næstu annar með þeim
  • fylgjast með mætingum og námsframvindu nemenda
  • að hitta hvern umsjónarnemenda a.m.k. einu sinni á önn í einkaviðtali
  • vera í tengslum við forráðamenn nemenda (undir lögaldri) ef með þarf
  • vera talsmaður nemenda gagnvart stjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans

Nánari upplýsingar um umsjónarkerfið eru á heimasíðu skólans undir Þjónusta - Nemendaþjónusta - Umsjónarkerfi.


(Síðast uppfært 5.11.2021)
______________________________________________________________________