4.5.6. Viðskipta- og hagfræðibraut

Viðskipta- og hagfræðibraut Fjölbrautaskólans við Ármúla er ætlað að veita nemendum breiða og almenna menntun auk þess að búa þá undir nám á háskólastigi. Einkum er lögð áhersla á að undirbúa nemendur fyrir nám í viðskiptagreinum, hagfræði og öðrum félagsgreinum.

Nám á viðskipta- og hagfræðibraut er alls 200 feiningar. Það samanstendur af kjarna (86 fe) sem er sameiginlegur öllum bóknámsbrautum, þriðja tungumáli (15 fe), föstum brautarkjarna (60 fe) sem inniheldur viðskipta- og hagfræðigreinar og síðan vali (39 fe) sem nemendur velja í samræmi við áhuga og lokamarkmið. Til að útskrifast þarf nemandi að ljúka að lágmarki 40 feiningum á þriðja þrepi en stefni hann á framhaldsnám sem byggir á stúdentsprófi viðskipta- og hagfræðibrautar er ráðlegt að ljúka a.m.k. 15-20 feiningum til viðbótar á þriðja þrepi í sérgreinum brautarinnar.

Nánari upplýsingar og brautarlýsing eru á vefsíðu viðskipta- og hagfræðibrautar.


(Síðast uppfært 22.1.2016)