6.2. Náms- og starfsráðgjöf

Í nútímasamfélagi er atvinnulíf og námsframboð síbreytilegt og góð ráðgjöf og fræðsla því nauðsynleg um þessi mál. Nemendur í framhaldsskóla eiga rétt á náms- og starfsráðgjöf skv. 37. gr. laga nr. 92/2008 af aðilum sem uppfylla skilyrði laga um náms- og starfsráðgjafa (lög nr. 35/2009). Meginmarkmið náms- og starfsráðgjafar í FÁ eru:

  • að fræða nemendur um náms- og starfsval
  • að veita nemendum ráðgjöf í námi
  • að veita nemendum persónulega ráðgjöf og stuðning í einkamálum svo þeir eigi auðveldara með að sinna námi sínu
  • að skipuleggja heildstæða áætlun í náms- og starfsfræðslu í skólanum

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu náms- og starfsráðgjafar.

 

(Síðast uppfært 2.11.2012)