2.1. Kennslustefna

Eitt af meginmarkmiðum Fjölbrautaskólans við Ármúla er að bjóða upp á framúrskarandi kennslu. Slíkt felur í sér áskoranir þar sem skólinn þarf að bjóða upp á umhverfi sem er örvandi og hvetjandi fyrir kennara og nemendur. Megininntak stefnunnar er að kennslan sé fjölbreytt, áhugaverð, hvetjandi, veki upp spurningar og skapi um leið gagnrýnar umræður hjá nemendum. Jafnframt er lögð áhersla á að kennarar rýni kennsluna með sjálfsmati/jafningjamati og tryggi þannig stöðuga þróun kennsluhátta.

Til að ná ofangreindu markmiði er lögð áhersla á eftirfarandi þætti: 

  • fjölbreytta kennsluhætti
  • fjölbreytt námsmat, 
  • mat á kennslu og áföngum, 
  • endurmenntun og 
  • örvandi starfsumhverfi.

(Síðast uppfært 16.2.2022)