Einkenni og styrkleikar

Styrkleikar: Hér er upptalning á styrkleikum lesblindra en mikilvægt er að horfa til þeirra en ekki bara það sem lesblindir nemendur eiga í erfiðleikum með. Vert er að íhuga hvernig hægt sé að nýta styrkleikana í námi, starfi og daglegu lífi.

Vísbendingar um dyslexíu – lesblindu: Hér eru talin upp ýmis einkenni sem geta verið vísbendingar um lesblindu (dyslexíu). Hægt er að nýta upptalningu sem gátlista ef grunur er um slíkt.

Stærðfræðierfiðleikar dyscalculia: Hér eru talin upp ýmis einkenni þeirra sem eiga í erfiðleikum með stærðfræði einnig eru ábendingar varðandi kennslu þeirra.

Dyspraxía – erfiðleikar með skipulag, áttir og tímastjórnun: Hér eru talinn upp ýmis einkenni sem trufla nám og skipulag í daglegu lífi. Nemendur með dyslexíu eiga oft í erfiðleikum með áttun, raðvinnslu og skipulag en það þarf ekki að vera. Einnig getur einstaklingur verið með dyspraxíu án þess að vera með dyslexíu.

Frjó hugsun og frægir lesblindir: Hér er umfjöllun um styrkleika lesblindra og frásagnir af lesblindu fólki sem hefur náð langt og öðlast aðdáun fyrir frjóa hugsun og hugmyndaauðgi. Slíkar frásagnir geta styrkt sjálfsmynd og trú á eigin getu en lesblindir nemendur hafa oft ekki nægjanlegt sjálfstraust.

Dyslexía sem náðargáfa: Hér er umfjöllun um hugmyndafræði Ron Davis um einkenni og styrkleika lesblindra. Hugmyndafræði hans leggur áherslu á styrkleika í stað veikleika lesblindra.


(Síðast uppfært 2.2.2016)