4.4. Inntökuskilyrði

 

Inntaka nemenda á námsbrautir framhaldsskóla ákvarðast af þeim kröfum sem gerðar eru í viðkomandi námi. Þess vegna skiptir miklu máli að nemendur geri sér sem besta grein fyrir hvaða nám þeir vilja helst stunda og undirbúi sig eins vel og þeir geta í grunnskóla fyrir það nám sem er í vændum.

Inntökuskilyrði á bóknámsbrautir til stúdentsprófs

  • Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla. Umsækjendur með einkunnina B, B+ eða A í kjarnagreinum fara í áfanga á öðru þrepi í viðkomandi kjarnagreinum (íslenska, stærðfræði, danska og enska). Þeir sem hafa fengið C, C+ í kjarnagreinum fara í áfanga á fyrsta þrepi í viðkomandi kjarnagreinum. Athugið að áfangar á fyrsta þrepi í kjarnagreinum telja ekki til eininga á stúdentsprófi. Umsækjendur sem ekki uppfylla inntökuskilyrði stúdentsbrauta (með D í kjarnagrein) geta sótt um nám á almennri námsbraut.
  • Umsækjendur sem hafa lokið eldra grunnskólaprófi (fyrir 2016) þurfa að hafa náð lágmarkseinkunninni 5 á grunnskólaprófi í öllum kjarnagreinum (íslenska, stærðfræði, danska og enska). Umsækjendur með einkunnina 7,5 og hærra í kjarnagreinum fara í áfanga á öðru þrepi í viðkomandi kjarnagreinum, umsækjendur með einkunnina 5-7 fara í áfanga á fyrsta þrepi í viðkomandi kjarnagreinum.
  • Umsóknir 18 ára og eldri eru háðar mati stjórnenda.

Inntökuskilyrði á starfsnámsbrautir

  • Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla. Umsækjendur með einkunnina B, B+ eða A í kjarnagreinum fara í áfanga á öðru þrepi í viðkomandi kjarnagreinum (íslenska, stærðfræði, danska og enska). Þeir sem hafa fengið C, C+ í kjarnagreinum fara í áfanga á fyrsta þrepi í viðkomandi kjarnagreinum. Athugið að áfangar á fyrsta þrepi í kjarnagreinum telja ekki til eininga á starfsnámsbrautum. Þeir umsækjendur sem ekki uppfylla inntökuskilyrði starfsnámsbrauta (með D í kjarnagrein) geta sótt um nám á almennri námsbraut.
  • Umsækjendur sem hafa lokið eldra grunnskólaprófi (fyrir 2016) þurfa að hafa náð lágmarkseinkunninni 5 á grunnskólaprófi í öllum kjarnagreinum (íslenska, stærðfræði, danska og enska). Umsækjendur með einkunnina 7,5 og hærra í kjarnagreinum fara í áfanga á öðru þrepi í viðkomandi kjarnagreinum, umsækjendur með einkunnina 5-7 fara í áfanga á fyrsta þrepi í viðkomandi kjarnagreinum.
  • Umsóknir 18 ára og eldri eru háðar mati hvers kennslustjóra.

Inntökuskilyrði á almenna námsbraut

Nemendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla en þurfa ekki að fullnægja skilyrðum fyrir inntöku á bóknámsbrautir.


(Síðast uppfært 31.5.2021)