Tengja OneDrive

Leiðbeiningar um hvernig á að tengjast OneDrive á nemendatölvur FÁ

OneDrive er Microsoft skýlausn sem allir nemendur hafa aðgang að. Með því að tengja OneDrive geta notendur nálgast gögnin sín hvar sem er og hvenær sem er.

Byrjaðu á því að skrá þig inn tölvu með notendaaðganginum sem þú ert með í skólanum. Opnaðu Microsoft Edge vafrann (þarf að vera Edge ekki Chrome vafrinn).

Smelltu á prófíl hnappinn (kringlóttur karl) sem er í vinstra/hægra horni vafrans (fer eftir útgáfu vafrans hvoru megin hann er). 
Tengja OneDrive

Undir prófil hnappnum er blár hnappur til að skrá þig inn í Edge. Á honum stendur: (Sign in to sync data).

Tengja OneDrive

Næst þarftu að slá inn FA notendanafn og lykilorð.

  
OneDrive Innskráning
  
OneDrive_Lykilorð 
  

Þegar þú hefur lokið við að skrá þig inn í vafrann þarftu að skrá þig út af tölvunni (Sign out) og skrá þig aftur inn á tölvuna (Sign in). 

Til að skrá þig út geturðu notað windows hnappinn OneDrive_Mynd5
og smellt á nafnið þitt neðst og valið Sign Out.

OneDrive_SignOutEftir að þú hefur skráð þig inn aftur þá sérðu að OneDrive skýið verður blátt að lit (Getur tekið augnablik að verða blátt).

OneDrive_Sky

Skýið er staðsett neðst til hægri í sömu línu og klukkan er.

Eftir þetta er OneDrive orðið virkt og þú getur vistað gögn í OneDrive. Möppunum Desktop, Document og Picture er vísað í OneDrive þannig að öll gögn sem þú vistar á þessum stöðum rata sjálfkrafa í OneDrive.

ATH. Ef þú sest við aðra tölvu í skólanum þá þarftu að endurtaka ferlið.Síðast uppfært: (31.08.2023)