4.2. Starfsnám

Heilbrigðisskólinn er sérstakur skóli innan FÁ. Heilbrigðisskólinn er kjarnaskóli í heilbrigðisgreinum á framhaldsskólastigi og leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt starfsnám á heilbrigðissviði sem er ávallt í takt við þarfir samfélagsins. Nám í Heilbrigðisskólanum veitir fjölbreytt starfsréttindi innan og utan stofnana auk þess að undirbúa nemendur fyrir frekara nám í heilbrigðisgreinum.

Námsbrautir Heilbrigðisskólans eru í stöðugri þróun og í ársbyrjun 2011 var í fyrsta sinn boðið upp á nám á fagháskólastigi /4. stigi sem er skilgreint framhaldsnám eftir starfsnám í framhaldsskóla. Nemendur sem hefja nám á bóknámsbrautum skólans geta fært sig yfir á starfsmenntabrautir og öfugt. Samhliða eða eftir starfsnám á heilbrigðisbrautum er hægt að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs.

Nám í sérgreinum heilbrigðisbrauta er að jafnaði lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Nánari upplýsingar um lánshæfi námsbrauta má finna inn á www.lin.is

Nánari upplýsingar um nám á heilbrigðisbrautum og brautarlýsingar eru á vefsíðu Heilbrigðisskólans.


(Síðast uppfært 30.3.2017)