Aðgerðaráætlun 2013/2014

Sjálfbær skóli – markmið og mælikvarðar

A.          Kennslufræðileg markmið

1.      Markmið: Að nemendur sérnámsbrautar fái að njóta sjálfstæði síns með öðrum nemendum skólans í almenningsrými húsnæðisins.
Aðgerð: Nemendur sérnámsbrautar fá aðstoð frá kennurum og nemendum skólans við að finna sér t.d.  svæði/borð, viðfangsefni, hegðunarmynstur til að fá að njóta samveru með fjöldanum.
Mælikvarði: Könnun á viðhorfum nemenda.
Ábyrgðaraðili: Ingibjörg Haraldsdóttir

2.      Markmið: Að stuðla að fjölbreyttari kennsluháttum.
Aðgerð: Nota fleiri kennsluhætti í náttúrufræðiáfanganum NÁT113.
Mælikvarði: Eftir hverja kennslustund eða í lok hvers dags verður teknar saman þær kennsluaðferðir sem notaðar voru yfir daginn og hlutfall þeirra í hverri og einni kennslustund.
Ábyrgðaraðili: Sæþór Ólafsson

3.      Markmið: Að sníða STÆ093/STÆ193 að þörfum nemenda.
Aðgerð: Nota einstaklingsmiðaða kennslu og þurfa nemendur að ljúka hverri lotu á fullnægjandi hátt. Stefnt verður að aukinni verkefnakennslu á haustönn 2014.
Mælikvarði: Námsárangur nemenda í hverri lotu.
Ábyrgðaraðili: Eiríkur Brynjólfsson, Jónína G. Kristínsdóttir, Ragna Eiríksdóttir, Róbert Örvar Ferdinandsson

4.      Markmið: Að búa til sniðmát fyrir náms- og kennsluefni úr þemum grænfánaverkefnis.
Aðgerð: Landvernd stýrir verkefninu og hefur umsjón með gagnagrunninum. Formið á að vera einfalt og aðgengilegt og verður þróað í samstarfi við forverkefnisskólana. Einn skóli á hverju skólastigi á fulltrúa í samstarfsnefndinni og er FÁ fulltrúi fyrir framhaldsskóla.
Mælikvarði: Sniðmát fyrir náms- og kennsluefni.
Ábyrgðaraðili: Hólmfríður J. Ólafsdóttir

5.      Markmið: Að auka námsaðstoð við nemendur.
Aðgerð: Að bjóða upp á námsaðstoð í Setrinu, þar sem nemendur geta fengið aðstoð kennara og eldri nemenda í sem flestum námsgreinum, íslensku, ensku, stærðfræði, dönsku o.fl.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda sem leitar sér aðstoða og í hvaða fögum.
Ábyrgðaraðili: Eiríkur Brynjólfsson

6.      Markmið: Að gera raddir og skoðanir nemenda sem eru af erlendum uppruna greinilegri í skólasamfélaginu.
Aðgerð: Að kanna hlutfall og virkni nemenda í nefndum og ráðum skólans og hvetja þá til að taka þátt í félagslífinu. Stefna að því að erlendir nemendur taki oftar þátt í uppákomum á vegum skólans og fái að kynna menningarlegan bakgrunn sinn. 
Mælikvarði: Fjöldi nemenda af erlendum uppruna í nefndum og ráðum á vegum skólans. Fjöldi uppákoma í skólanum, þar sem menningarlegur bakgrunnur nemenda af erlendum uppruna skilar sér inn í skólasamfélagið.
Ábyrgðaraðili: Úlfar S. Arnarson

7.      Markmið: Að stuðla að fjölbreyttari kennsluháttum í nát123.
Aðgerð: Útbúa verklegar æfingar t.d. í eðlisfræði sem fara fram utandyra og nýta meira leiki í kennslustofunni t.d. spil.
Mælikvarði: Könnun á viðhorfum nemenda í lok annar.
Ábyrgðaraðili: Rúna Björk Smáradóttir, Guðrún Ingibjörg Stefánsdóttir og Ragnheiður Lóa Björnsdóttir

8.      Markmið: Að nemendur í stærðfræði verði ábyrgari og meira sjálfbjarga í sínu námi.
Aðgerð: Nota vendikennslu í auknum mæli og fjölga þess vegna kennslumyndböndum sem nemendur hafa aðgang að inni í Moodle. Gera nemendum einnig kleift að hlusta á kennslumyndbönd í kennslustundum.
Mælikvarði: Notkun nemenda á kennslumyndböndum og viðhorfskönnun nemenda í lok annar.
Ábyrgðaraðili: Guðný Lilliendahl, Jónína G. Kristinsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir

 

B.             Félagsleg og skipulagsmarkmið

9.      Markmið: Að að efla félagsleg tengsl meðal nemenda á sérnámsbraut og nemenda í almennu námi í skólanum.
Aðgerð: Á vorönn 2013 eiga 5 nemendur sérnámsbrautar skólafélaga af almennu námsbrautinni sem þeir hitti reglulega í kaffi og matarhléum í skólanum.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda á sérnámsbraut sem hitta skólafélaga af almennu námsbrautinni.
Ábyrgðaraðili: Ingibjörg Haraldsdóttir

10.   Markmið: Að hækka hlutfall nýnema sem halda áfram í skólanum og jafnframt að stuðla að því að þeim vegni betur í skólanum. Markmiðið miðar að því að minnka brotthvarf nýnema.
Aðgerð: Þessu markmiði verður fylgt eftir meðal annars með því að hitta alla nýnema og veita þeim bæði náms- og starfsráðgjöf persónulega ráðgjöf.
Mælikvarði: Hvað hafa margir nýnemar ákveðið námsbraut og hversu margir hafa hugað að og/eða ákveðið starfssvið?
Ábyrgðaraðili: Sandra Þoroddsdóttir

11.   Markmið: Að auka nemendalýðræði með því að hafa fleiri virka nemendur í nemendafélagi og halda fleiri og fjölbreyttari viðburði.
Aðgerð: Kosningar í nemendaráð og –nefndir og auka val nemenda á viðburðum í félagslífi.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda í nemendafélagi og viðburðir á skólaárinu.
Ábyrgðaraðili: Sumarliði V. Snæland Ingimarsson

12.   Markmið: Að hvetja nemendur itl að vera allsgáð á dansleikjum skólans.
Aðgerð: Bjóða upp á að nemendur taki þátt í edrúpott á öllum dansleikjum FÁ
Mælikvarði: Fjöldi nemenda á dansleik/fjöldi sem fara í sjúkraherbergi eða er vísað frá. Stuðulinn síðan borinn saman við fyrri böll og næstu böll.
Ábyrgðaraðili: Sandra Þoroddsdóttir

13.   Markmið: Að auka virkni nemenda í nemendaráði m.t.t. mætingar og skilum á sjálfsmati.
Aðgerð: Stuttir fyrirlestrar á hverjum fundi, s.s. um frumkvæði og sjálfsbjargarviðleitni, verkefnastjórnun, samningagerð o.fl.
Mælikvarði: Mætingarskrá og sjálfsmat nemenda.
Ábyrgðaraðili: Sumarliði V. Snæland Ingimarsson

14.   Markmið: Að auka lýðræðisvitund og efla þátttöku nemanda, kennara og annarra starfsmanna í ákvarðanatöku skólans.
Aðgerð: Halda einn skólafund á ári með þátttöku nemenda, kennara og annarra starfsmanna.
Mælikvarði: Hlutföll virkra nemenda, kennara og annarra starfsmanna á skólafundum.
Ábyrgðaraðili:  Róbert Örvar Ferdinandsson og Helmut Hinrichsen

C.             Umhverfis-, efnahags- og tæknimarkmið

15.   Markmið: Allt sorp skólans er flokkað. Með því að einfalda flokkunarkerfi sorps á að auka vitund nemenda og starfsmanna á gildi þess og minnka hlutfall óflokkaðs sorps.
Aðgerð: Flokkun sorps í skólanum hefur verið gerð skilvirkari en áður. Þrjár flokkunareiningar verða sameinaðar í eina.
Mælikvarði: Hlutfall óflokkaðs sorps af heildarmagni sorps.
Ábyrgðaraðili: Umhverfisráð

16.   Markmið: Að minnka notkun rafmagns.
Aðgerð: Minnka notkun rafmagns með því að slökkva ljósin, þegar engin starfsemi fer fram í viðkomandi rými. Nota sparperur og hreyfiskynjara fyrir ljós.
Mælikvarði: Notkun af rafmagni skv. aflestri á rafmagnsmæli á tímabilinu og fjöldi hreyfiskynjara.
Ábyrgðaraðili: Vigfús Þ. Jónsson

17.   Markmið: Að velja rétta birtu á vinnustöðum.
Aðgerð: Í vinnuherbergi kennara í vesturálmu og á skrifstofu skólameistara eru prófaðar nýjar ljósaperur frá Osram sem eiga að veita góða birtu og glampa ekki á tölvuskjám. Þetta er samstarfsverkefni við Jóhann Ólafsson ehf. umboðssala Osram á Íslandi.
Mælikvarði: Starfsmenn á viðkomandi skrifstofum svara spurningalista í lok tilraunaverkefnis.
Ábyrgðaraðili: Vigfús Þ. Jónsson

18.   Markmið: Að minnka notkun hitaveituvatns.
Aðgerð: Minnka notkun hitaveituvatns með því að tryggja góða einangrun húsnæðis. Skipta á milli vetra- og sumarhitun til að draga úr upphitun yfir sumartíma. Setja upp tölvustýringu fyrir upphitun skólans til að nýta hitann best, þar sem þess er þörf.
Mælikvarði: Notkun af hitaveituvatni skv. aflestri á tímabilinu.
Ábyrgðaraðili: Vigfús Þ. Jónsson

19.   Markmið: Að hanna tjörn og útivistarsvæði á lóð skólans sem nýtist jafnt starfsmönnum og nemendum skólans svo og nágrönnum eins og íbuum hverfis og leikskólanum.
Aðgerð: Funda með hverfisráði, leikskólastjóra, fulltrúm borgar og Fasteignar ríksins um hönnun skólalóðar. Láta hanna lóðina með tjörn og gróðursvæði sem nýtist bæði til kennslu og útivistar.
Mælikvarði: Teikningar af skólalóðinni liggja fyrir í lok vorannar 2014.
Ábyrgðaraðili: Ólafur H. Sigurjónsson og umhverfisráð

20.   Markmið: Að efla umgengni í skólanum.
Aðgerð: Að setja af stað verkefnið „Siðbót í FÁ“. Útskriftarnemendur taka að sér að ganga um Steypuna og matsalinn og hvetja fólk til að ganga frá eftir sig.
Mælikvarði: Fjöldi útskriftarnema sem taka þátt í verkefninu og umgengni í skólanum.
Ábyrgðaraðili: Bryndís Valsdóttir og umhverfisráð

21.   Markmið: Að gera nemendur meðvitaða um hvaða áhrif einkaneysla þeirra (lífstíll) hefur á auðlindir jarðarinnar og gera þá að meðvitaðri neytendum.
Aðgerð: Nemendur í VIÐ113 fá fræðslu um hvernig þeir geti sjálfir „minnkað fótspor sem þeir skilja eftir á jörðinni“ þ.e. nýta auðlindir jarðarinnar betur með ýmsum leiðum er snerta samgöngur, orkusparandi aðgerðir heimafyrir, matarvenjur, vatnssparnað, endurnýtingu á ýmsum efnum o.fl. Nemendur taka könnun á http://myfootprint.org, þar sem niðurstaða þess segir til um hversu mikið einkaneysla þeirra gengur á auðlindir (vistkerfi) jarðarinnar. Tekið er próf í upphafi og lok annar þar sem nemendur breyta neyslumynstri sínu, t.d. hjóla eða nota almennings samgöngur í stað þess að nota einkabíl, og finna út hvaða áhrif sú breyting hefur til minnkunnar á „fótspori sem þeir skilja eftir á jörðinni“.
Mælikvarði: Niðurstöður kannanna í upphafi og lok annar.
Ábyrgðaraðili: Petra Bragadóttir

 

D.            Heilsueflandi markmið

22.   Markmið: Að minnka notkun munntóbaks
Aðgerð: Gera fræðsluátak í samvinnu við íþróttafélögin um skaðsemi munntóbaks. Fylgja reglu um bann við notkun munntóbaks í skólanum eftir. Reglulegt eftirlit með notkun munntóbaks, fara 3 sinnum í viku á steypuna í eftirlit og hvetja aðra starfsmenn að taka þátt í aðgerðum.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda áminntur.
Ábyrgðaraðili: Sandra Þoroddsdóttir

23.   Markmið: Að auka áhuga nemenda á útivist og efla umhverfisvitund þeirra.
Aðgerð: Að bjóða upp á áfanga tengda umhverfismálum, fjallgöngu og útivist og Hjólað í skólann.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda skráður í áfangana.
Ábyrgðaraðili: Úlfar S. Arnarson og Heiða B. Sturludóttir

24.   Markmið: Að auka hreyfingu nemenda og starfsfólks og hvetja til hollari lífsstíls.
Aðgerð: Hvetja starfsmenn til að taka þátt í framhaldsskólakeppni fyrir Lífshlaup og hvetja nemendur og starfsmenn að taka þátt í átaki Hjólum í skólann.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda og starfsmanna sem taka þátt í Lífshlaupi og Hjólum í skólann.
Ábyrgðaraðili: Kristrún Sigurðardóttir

25.   Markmið: Að hvetja nemendur til  uppbyggilegs og jákvæðs lífsmáta, gegn hvers konar skaðlegri hegðun, og aðstoða nemendur sem lenda í vanda vegna fíknar eða sjálfseyðandi lífsmáta.
Aðgerð: Að nemendur með reynslu haldi úti NA (Narcotics Anonymous) fundum einu sinni í viku fyrir þá nemendur sem þurfa á þeim stuðning að halda. Nemendur skulu hvattir til að sinna áhugamálum til að efla sjálfsmynd og félagsþroska þeirra. Höfð skal samvinna við foreldra þar sem þeir eru mikilvægir aðilar í forvörnum.
Mælikvarði: Halda utan um mætingu á NA fundina og taka saman í lok annar.
Ábyrgðaraðili: Sandra Þoroddsdóttir

26.   Markmið: Að efla vitund nemenda og starfsmanna um friðlýst svæði í nágrenni Reykjavíkur.
Aðgerð: Skólinn býður til fundar um Reykjaveginn, merkta gönguleið frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Í samstarfi við Umhverfisstofnun, skóla og aðra hagsmunaaðila verður unnið að viðhaldi gönguleiðarinnar. Skipulagðar verða gönguferðir þar sem ástand leiðarinnar verður tekið út, stikur lagaðar og gönguleiðin merkt.
Mælikvarði: Fjöldi þátttakenda í gönguferðum og fjöldi kílómetra á Reykjavegi kannaður.
Ábyrgðaraðili: Úlfar S. Arnarson og Helmut Hinrichsen

27.   Markmið: Að hvetja nemendur  og kennara til að borða hollan morgunmat.
Aðgerð: Boðið verður upp á ókeypis hafragraut á morgnana.
Mælikvarði: Fjöldi skammta af hafragrauti borðaður á degi hverjum.
Ábyrgðaraðili: Kristrún Sigurðardóttir

 

(Síðast uppfært 3.4.2014)