Erlent samstarf

Sjúkraliðabraut hefur á undanförnum árum tekið þátt í fjölda erlendra samstarfsverkefna á vegum Evrópusambandsins og í samvinnu Norðurlanda.

Í þessum verkefnum felst að íslenskir sjúkraliðanemar geta fengið styrk til þess að taka hluta af starfsþjálfun sinni á  heilbrigðisstofnunum á Norðurlöndum og norrænir sjúkraliðanemar geta gert það sama á íslenskum heilbrigðisstofnunum.

Markmið verkefnanna er að gefa nemendum tækifæri til þess að starfa með erlendum  sjúkraliðum og öðlast reynslu af því vinna við fagið á erlendri grund. Einnig að nota tungumálakunnáttu sína og auka faglegan orðaforða sem og að kynna sér verklag og hefðir í faginu á Norðurlöndum


(Síðast uppfært 2.2.2016)