Náttúrufræðibraut

Uppbygging brautar

Bokn_kj_1620053385393

Nat2_1620054353941
Náttúrufræðibraut er ætlað að veita nemendum breiða og almenna menntun auk þess að búa þá undir nám á háskólastigi. Einkum er lögð áhersla á að undirbúa nemendur fyrir nám í heilbrigðisgreinum, náttúruvísindum og raun- og tæknigreinum.

Til að hefja nám á náttúrfræðibraut er nauðsynlegt að nemandi hafi staðist grunnskólapróf í kjarnagreinum (íslensku, ensku og stærðfræði) eða lokið fornámi í þessum áföngum.

Nám á náttúrufræðibraut er alls 200 einingar. Það samanstendur af kjarna (91 ein) sem er sameiginlegur öllum bóknámsbrautum, þriðja tungumáli (15 ein), föstum brautarkjarna (50 ein) sem inniheldur stærðfræði og raungreinar og loks vali (44 ein) sem nemendur velja í samræmi við áhuga og lokamarkmið. Til að útskrifast þarf nemandi að ljúka að lágmarki 40 einingum á þriðja þrepi, en hyggi hann á framhaldsnám sem byggir á stúdentsprófi náttúrfræðibrautar er ráðlegt að ljúka a.m.k. 15-20 einingum til viðbótar á þriðja þrepi í sérgreinum brautarinnar.

Nemandi sem staðist hefur grunnskólapróf í kjarnagreinum getur lokið námi á brautinni á þremur árum. Til þess þarf hann að ljúka 33-35 einingum á hverri önn. Hann þarf einnig að huga vel að þrepaskiptingu í öllum greinum og átta sig á að sumir áfangar eru ekki í boði á hverri önn.

Nákvæm brautarlýsing er á Námskrá.is og með því að smella þar á áfangaheiti fæst lýsing á innhaldi viðkomandi áfanga.

Náttúrufræðibraut (vinnuskjöl)
Excel / PDF

(Síðast uppfært 31.8.2022)