Um bókasafnið

Hlutverk bókasafna í framhaldsskólum er að vera upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og kennara, sbr. 39. grein a í lögum um framhaldsskóla 2008, nr. 92 12. júní.

Allir nemendur eiga rétt á að njóta faglegrar bókasafns- og upplýsingaþjónustu á bókasafni skólans endurgjaldslaust og hafa jafnan aðgang að upplýsingum án tillits til félagslegrar stöðu og uppruna.

Bókasafnið skal búið bókum, tímaritum, myndefni og öðrum safnkosti sem tengist skólastarfi. Jafnframt skal veita aðgang að rafrænum gögnum innan skóla og á netinu. Einnig er boðið upp á efni sem hvetur nemendur til stöðugrar þekkingarleitar í leik og starfi og bókmenntalesturs. Með því er stuðlað að heilbrigðu lífefni og þroska.

Starfsfólk bókasafnsins veitir nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum virka upplýsingaþjónustu og stuðlar þannig að upplýsingalæsi og samþættingu sjálfstæðrar þekkingarleitar og kennslugreina.

Í tengslum við húsnæði skólasafns skal vera lesaðstaða með aðgangi að upplýsingaritum á skólasafni.

Í starfsemi skólasafns skal leggja áherslu á að þjálfa nemendur í sjálfstæðri leit upplýsinga og notkun gagnabanka.

Öll gögn safnsins  eru skráð í Gegnir og upplýsingar um safnkost er að finna á Leitir.is.

Bókasafn Fjölbrautaskólans við Ármúla er einkum ætlað nemendum og starfsliði FÁ.

Nemendum í fjarnámi við FÁ skal bent á að þeim stendur til boða þjónusta bókasafnsins á sömu forsendum og nemendum dagskólans.

Aðrir notendur hafa einungis lágmarksaðgang að gögnum safnsins, þ.e.a.s. safnið lætur þeim eingöngu í té aðstöðu til að nota gögn þess á staðnum.

Fjarnemendum, sem óska eftir þjónustu bókasafnsins, en hafa ekki tækifæri til að koma sjálfir, er bent á að senda tölvupóst til bókasafnsfræðinga skólans.

Lesaðstaða er fyrir u.þ.b. 55 manns inni á safninu.  Lítil aðstaða er fyrir hópvinnu inni á bókasafninu en bókasafnsfræðingar aðstoða nemendur við að finna lausar stofur fyrir hópvinnu.


Starfsmaður safnsins er:

Þóra Kristín Sigvaldadóttir forstöðumaður bókasafnsins, thora@fa.is
Sími á bókasafninu er: 525 8837.

Verið velkomin á bókasafnið

Síðast uppfært 9. febrúar 2022