Sjúkraliðabrú

Tilgangur náms á sjúkraliðabrú er að gefa ófaglærðu fólki með langa starfsreynslu í umönnunarstörfum tækifæri til þess að öðlast starfsréttindi sjúkraliða. Námið var sett á stofn í samvinnu Menntamálaráðuneytis, fjölbrautaskóla sem mennta sjúkraliða og Sjúkraliðafélags Íslands.

Inntökuskilyrði í námið eru:

Að umsækjandi hafi náð 23 ára aldri og hafi að lágmarki 5 ára starfsreynslu við umönnun aldraðra, sjúkra eða fatlaðra, séu starfandi við slíka umönnun og hafi meðmæli frá vinnuveitenda sínum. Auk þess þurfa umsækjendur að hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra aðila að lágmarki 230-260 stundir. Umsækjendur, sem lokið hafa vissum áföngum í framhaldsskóla, geta fengið þá metna sem ígildi námskeiða. Þeir sem uppfylla eftirtalin skilyrði skulu að lágmarki ljúka 146 feininga sérgreinanámi sjúkraliðabrautar.


Smelltu á viðkomandi krækju hér fyrir neðan til að opna brautarlýsingu.

  Sjúkraliðabrú (skv. nýrri námskrá)
Excel / PDF
 

(Síðast uppfært 5.9.2019)