Náms- og starfsval

Þegar þú tekur ákvörðun um hvaða starf þú vilt stefna á, þarftu að kanna ýmis atriði fyrst. Á Íslandi eru til fleiri en 2000 starfsheiti og um 3000 á heimsvísu þannig að það er ekki hlaupið að því að velja. Jafnmikilvæg ákvörðun og val á starfi og námi þarf að vera vel ígrunduð. Til að svo megi verða þarftu eftirfarandi upplýsingar:

- Upplýsingar um störf og atvinnulífið

- Upplýsingar um þig

- Upplýsingar um nám og skóla

Náms- og starfsleit er eins og ferðalag. Þegar þú ferð í frí finnurðu fyrst út hvert þú vilt fara og síðan kannarðu hvernig þú kemst þangað. Það sama á við um starfsval; Fyrst finnurðu starfið eða starfssviðið sem þú vilt starfa við, síðan finnurðu hvaða nám hentar til að undirbúa þig fyrir það. Að lokum finnurðu hvar námið er kennt.