4.5.17. Sérnámsbraut

Námið á sérnámsbraut er einkum ætlað nemendum sem hafa fengið verulega sérkennslu í grunnskóla og verið í sérdeild eða sérskóla. Nemendur eiga kost á allt að fjögurra ára framhaldsnámi í FÁ að loknu grunnskólanámi. Nemendur útskrifast með sama einingafjölda og aðrir nemendur skólans eða um 140 einingar en námið sem liggur að baki hverri einingu getur haft ólíkar áherslur.

Hlutverk og markmið brautarinnar er að nemendur fái tækifæri til að stunda nám við hæfi innan félagsheildar fjölbrautaskóla til að viðhalda og auka þekkingu sína og færni til að takast á við viðfangsefni daglegs lífs. Lögð er áhersla á að nemendur á brautinni einangrist ekki heldur séu þeir hluti af skólaheildinni.

Nánari upplýsingar um markmið og brautarlýsing eru á vefsíðu sérnámsbrautar.


(Síðast uppfært 2.11.2012)