5. Mat og úttektir

5.1. Gæðastefna

Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er lögð áhersla á þekkingu, þroska og þróun í allri starfsemi skólans með hag nemenda og starfsmanna að leiðarljósi.

Til að stuðla sem best að þessu er stefnt að því að taka upp vottað gæðastjórnunarkerfi, ISO:9001. Fyrsta skrefið var stigið á vorönn 2019 þegar fjarnám skólans hlaut slíka vottun sem framkvæmd var af matsfyrirtækinu iCert. Næstu skref eru að sækja um vottun annarra hluta skólastarfsins auk þess sem stefnt er að vottun á stefnu skólans í loftslagsmálum. 

Gæðastjóri skal sinna innra eftirliti og stöðugum umbótum og ber starfandi sjálfsmatsteymi ábyrgð á þeim umbótaverkefnum sem í gangi eru hverju sinni. Sjálfsmatsteymið er skipað tveimur nemendum, þremur kennurum (þar af einum úr heilbrigðisskólanum), fulltrúa stoðdeilda, fulltrúa annarra starfsmanna auk gæðastjóra og sviðsstjóra sem leiða starfið en eru um leið fulltrúar stjórnenda.

Unnið er eftir lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 (kafli VII) um mat og eftirlit með gæðum, svo og skólasamningi milli FÁ og mennta- og menningarmálaráðuneytisins hverju sinni.

Nánari upplýsingar um gæðamat og ferla eru á gæðakerfissíðu.


(Síðast uppfært 19.6.2020)