5. Mat og úttektir

5.1. Gæðastefna

Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er lögð áhersla á þekkingu, þroska og þróun í allri starfsemi skólans með hag nemenda og starfsmanna að leiðarljósi.

Til að stuðla sem best að þessu er stefnt að því að taka upp vottað gæðastjórnunarkerfi, ISO:9001.  Þróunarstjóri skal sinna innra eftirliti og stöðugum umbótum og ber starfandi gæðaráð ábyrgð á þeim umbótaverkefnum sem í gangi eru hverju sinni. Gæðaráð skipa þróunarstjóri, fulltrúi kennara, fulltrúi nemenda, skólameistara og aðstoðarskólameistara.

Unnið er eftir lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 (kafli VII) um mat og eftirlit með gæðum, svo og skólasamningi milli FÁ og mennta- og menningarmálaráðuneytisins hverju sinni.

Nánari upplýsingar um gæðamat og ferla eru á gæðakerfissíðu.


(Síðast uppfært 28.1.2013)