8. Rammar skólastarfsins

8.1. Skólaárið

Í Árlegur starfstími nemenda í framhaldsskólum skal miðast við 180 kennslu- og námsmatsdaga. Skólameistari ákveður, að höfðu samráði við skólaráð og almennan kennarafund, upphaf og lok skólastarfs ár hvert á bilinu 18. ágúst - 31. maí. Hann skal tilkynna kennurum og nemendum þá ákvörðun fyrir lok næsta skólaárs á undan.

Skólameistari ákveður, að höfðu samráði við skólaráð og almennan kennarafund, hvernig fyrr­nefndir 180 dagar skiptast milli kennslu og námsmats og helgast það af skólastarfi og náms­mats­aðferðum skólans.

(Síðast uppfært 8.12.2021)