8. Rammar skólastarfsins

8.1. Skólaárið

Í gildandi kjarasamningi KÍ/framhaldsskóla gr. 2.1.5.1 segir um árlegan starfstíma framhaldsskóla:

Samkvæmt lögum um framhaldsskóla og reglugerð um starfstíma framhaldsskóla og leyfisdaga eru ytri mörk upphafs og loka skólastarfs hvert skólaár frá 22. ágúst til 31. maí og skal 9 mánaða starfstími framhaldsskóla rúmast innan þessara marka. Ef skólar velja að hefja starfstíma sinn 22. ágúst ber að telja starfstímann 9 mánuði þaðan í frá. Utan 9 mánaðanna er fjögurra daga almenn vinnuskylda kennara til undirbúnings og frágangs, aðliggjandi starfstíma nemenda. 

Kennslu- og prófadagar í framhaldsskólum eru samkvæmt lögum eigi færri en 175, þar af eigi færri en 145 kennsludagar. Við talningu kennslu- og prófadaga eru allir dagar heilir dagar. Skólasetningardagur telst ekki kennsludagur nema kennsla fari að öðru leyti fram skv. stundaskrá. Skólaslitadagur og/eða afhendingardagur einkunna telst reglulegur kennsludagur.


(Síðast uppfært 2.11.2012)