Breyta símanúmeri.

Breyta símanúmeri í Menntaskýinu.

Áður en símanúmeri er breytt þarf að endursetja tvöfalda auðkenningu. 

Ef símanúmer nemenda er ekki rétt skráð í Menntaskýinu geta notendur breytt því sjálfir með því að nota Íslykil. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar hvernig það er gert.

Til að breyta símanúmeri er farið á þessa slóð: https://lykilord.menntasky.is/

Hér fyrir neðan er sýnt í myndum hvernig breytingarferlið er.

Breyta símanúmeri

Breyta símanúmeri

Þegar inn er komið skal velja réttan skóla úr listanum og smella á valkostinn „Endursetja tveggja þátta auðkenni".

Breyta símanúmeriUpp kemur viðvörun og hægt er að hætta við ef það á við.

Breyta símanúmeriEftir að smellt hefur verið á hnappinn „Endursetja“ geta liðið nokkrar sekúndur þar til skilaboðin hér fyrir neðan birtast.

Breyta símanúmeriÞegar búið er að endurstilla tveggja þátta auðkenninguna nægir að fara annaðhvort inn í Moodle eða OFFICE 365 á heimasíðu FÁ (www.fa.is) og skrá sig inn með fa notendanafni og lykilorði.

Breyta símanúmeri

Í myndinni sem upp kemur er hnappurinn „Next“ valinn.

Breyta lykilorði

Nú kemur upp mynd þar sem þú skalt velja valkostinn neðst í myndinni „I want to set up a different method“.

Breyta símanúmeriÍ næstu valmynd er síminn (Phone) valinn fyrir auðkenninguna.

Breyta símanúmeriÞá er komið að því að skrifa inn símanúmerið og passa þarf að landsnúmerið sé rétt. Iceland (+354).

Breyta símanúmeri.Nú ætti að koma upp mynd þar sem kóðinn sem sendur var á símanúmerið er skráð inn.

Breyta símanúmeriÞar á eftir kemur staðfesting á að símanúmerið hafi verið skráð.
Breyta símanúmeriBreyta símanúmeriAð lokum er tilkynning send um að tekist hafi að virkja tveggja þátta auðkenninguna svo hægt sé að halda áfram með innskráninguna.Breyta símanúmeri

(Síðast uppfært: 02.11.2023)