7.5. Aðstaða fyrir starfsfólk

Starfsfólk skólans hefur aðgang að líkamsrækt og búningsklefum í suðurálmu skólans. Fjölmargir starfsmenn sem hjóla reglulega til vinnu nýta sér aðstöðuna. Yfirbyggð hjólaskýli eru staðsett fyrir utan Suðurálmu skólans en einnig eru hjólastandar fyrir utan mið- og norðurálmu. Kaffiaðstaða starfsmanna er á annarri hæð í vesturálmu og þar eru sæti fyrir 50 manns. Mötuneytisaðstaða starfsfólks og nemenda er í sama rými, þ.e. í miðálmu á fyrstu hæð. Vinnuaðstaða kennara er í norður- og vesturálmu en yfirstjórnendur skólans eru á fyrstu hæð í vesturálmu. Starfsfólk hefur aðgang að tveimur fundarherbergjum í vesturálmu. Bílastæði skólans eru tæplega 200 og eru þau aðgangsstýrð.

 Kaffistofa starfsmanna

(Síðast uppfært 6.2.2017)