1. Inngangur

Í skólanámskrá Fjölbrautaskólans við Ármúla eru upplýsingar um starfsemi skólans. Þar er hægt að nálgast upplýsingar sem nemendur, foreldrar, kennarar og aðrir starfsmenn þurfa á að halda. Í 22. gr. laga um framhaldsskóla frá 2008 segir meðal annars:

„Sérhver framhaldsskóli skal gefa út skólanámskrá. Skólanámskrá skiptist í tvo hluta, almennan hluta og námsbrautalýsingar. Í almennum hluta skólanámskrár skal gerð grein fyrir starfsemi skólans, helstu áherslum og stefnumörkun, stjórnskipan, námsframboði og skipulagi náms, kennsluháttum, námsmati, stuðningi, ráðgjöf og þjónustu við nemendur, réttindum og skyldum nemenda, foreldrasamstarfi og samstarfi við utanaðkomandi aðila, sjálfsmati og gæðamálum og öðru sem skóli kýs að kveða á um í skólanámskrá. Jafnframt skal skóli gera grein fyrir því hvernig hann uppfyllir skilyrði samkvæmt almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla og markmið laga þessara og reglna sem settar eru með stoð í þeim.“

Um námsbrautalýsingar er fjallað í 23. gr. laganna. Þar er kveðið á um að námsbrautalýsingar skuli leggja fyrir menntamálaráðuneytið til samþykkis. Þegar námsbraut hefur verið samþykkt af hálfu ráðuneytis er hún orðin hluti af aðalnámskrá.

FÁ leggur metnað sinn í að viðhalda lifandi umræðu um einstaka þætti skólanámskrár með það að markmiði að fullur samhljómur sé milli skólastarfsins og námsskrárinnar.


(Síðast uppfært 9.2.2015)