4.5.11. Framhaldsnám fyrir lyfjatækna - sjúkrahúslyfjatækni

Framhaldsnám fyrir lyfjatækna, sjúkrahúslyfjatækni, er ný námsbraut sem hóf göngu sína vorið 2011. Námið er samtals 65 framhaldsskólaeiningar, sem skiptast í almenna áfanga (16 fein.) og sérhæfða áfanga (49 fein.) og er stærstur hluti námsins á 4. hæfniþrepi framhaldsskóla. Námið er skipulagt sem fjögurra anna nám með vinnu. Námið miðar að því að auka hæfni og þekkingu lyfjatækna í starfi svo þeir geti tekið á sig aukna ábyrgð í samræmi við lokamarkmið námsins. Skilyrði til innritunar í nám í sjúkrahúslyfjatækni er að nemendur hafi lokið námi í lyfjatækni og hafi tveggja ára starfsreynslu sem lyfjatæknir.

Nánari upplýsingar og brautarlýsing eru á vefsíðu framhaldsnáms lyfjatækna.


(Síðast uppfært 5.2.2016)