Deilimarkmið og fjölmenningaráætlun

Deilimarkmið

  • Að mæta þörfum nemenda af öðru þjóðerni með sérstöku námsefni sem taki mið af tungumálafærni þeirra. Taka má sem dæmi samantektir, skýringar á hugtökum og einfaldar spurningar úr námsefni þeirra áfanga sem reynast þessum nemendum erfiðastir.
  • Að vinna að gagnkvæmri aðlögun. Nýta má bakgrunn nemenda til að miðla þekkingu og eyða fordómum.
  • Að vinna gegn einangrun erlendra nemenda, t.d. með því að stuðla að myndun vinatengsla milli nemenda sem hafa íslenskan bakgrunn og þeirra sem hafa erlendan bakgrunn.
  • Að stuðla að þátttöku erlendra nemenda í félagslífi skólans og einnig að kynningu á menningu þeirra.
  • Að nemendaráð og nemendafélag vinni að því að nemendur með erlendan bakgrunn falli inn í félagsstarfsemi skólans.
  • Að hvetja til fjölmenningarlegrar kennslu, t.d. með því að nemendur hjálpi nemendum með erlendan bakgrunn að tjá sig í tímum.
  • Að allir taki þátt í skipulagningu og framkvæmd, ekki bara nýbúadeildin.

Fjölmenningaráætlun

  • Bætt verði við áföngum í ensku. Flestir nemendur skólans af erlendum uppruna hafa ekki næga kunnáttu í ensku.
  • Boðið verði upp á undirbúningsáfanga þar sem lögð er áhersla á sértækan orðaforða í námi,  t.d. í heilbrigðisgreinum eins og líffræði, sjúkdómafræði, lyfjafræði, næringarfræði o.s.frv.


(Síðast uppfært 23.8.2012)