3.8. Lýðheilsustefna

Meginmarkmið lýðheilsustefnu Fjölbrautaskólans við Ármúla eru:

  • Að efla skilning nemenda og starfsmanna á því hvernig heilbrigður lífsstíll og umhverfi hafa áhrif á vellíðan og heilbrigði og geta komið í veg fyrir sjúkdóma.
  • Að efla heilsu nemenda og starfsfólks.
  • Að styðja nemendur og starfsfólk sem búa við skerta heilsu.
  • Að marka skýra stefnu í tóbaksvörnum, áfengis- og vímuvörnum.

Skólinn tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. Smelltu á tengilinn til að fara á vefsíðu verkefnisins.

Skólinn hefur sett sér áfallaáætlun og rekur öflugt forvarnastarf. Smelltu á tenglana til að fá nánari upplýsingar.(Síðast uppfært 20.06.2019)