7.1. Kennslustofur

Í skólanum eru rúmlega 40 kennslustofur sem rúma litla hópa nemenda upp í stóra hópa, þ.e. rúmlega 100 manns. Kennslustofur eru opnar nemendum eftir að kennslu lýkur á daginn og geta nemendur notað þær til lærdóms, hópavinnu eða annarra verkefna sem tengjast náminu. Sérhæfðar kennslustofur eins og fyrir líffræði, efnafræði, í sjúkraliðanámi og lyfjafræði eru undanskyldar þessari reglu og loka eftir að kennslu lýkur. Tölvustofur eru aðgengilegar nemendum jafnt sem kennurum á þeim tíma sem ekki er verið að kenna í stofunum. Nemendur geta nýtt tölvukost skólans til náms í eyðum sem kunna að vera í stundatöflum þeirra. Kennarar geta pantað staka tíma í tölvustofum fyrir hópa sína, t.d. þegar vinna þarf stærri verkefni eða hópverkefni. Allar kennslustofur eru búnar skjávarpa, tölvutengjum og hljóðkerfum. Í suðurálmu er jafnframt sérstakur líkamsræktarsalur og búningsaðstaða og sturtur sem nemendur og starfsfólk hafa aðgang að. Íþróttakennsla fer fram í líkamsræktarsalnum í suðurálmu og í Framheimilinu í Safamýri.

Líkamsræktarsalur

(Síðast uppfært 6.2.2017)