9.5. Skólasókn og námsárangur

Skólinn lítur á nám sem hverja aðra vinnu. Reglur um skólasókn eru skýrar og eftir þeim ber nemendum að fara. Skólinn víkur ekki nemanda úr námi vegna fjarvista fyrr en í lengstu lög og hlýðir á málsbætur ef einhverjar eru. Reglur víkja nemendum aldrei úr námi með sjálfvirkum hætti en taki brotlegur nemandi ekki tiltali skulu skólasóknarreglur gilda til hlítar.

Nemendur í dagskóla þurfa að ná að lágmarki 15 einingum á önn. Nemendur sem uppfylla ekki kröfur um námsárangur og skólasókn er vísað úr skóla. Nemendur fá tækifæri að nýta sér andmælarétt áður en lokaákvörðun er tekin um hvort nemandi fái skólavist. Fái nemandi skólavist er hann settur á biðlista en þar eru nemendur sem fá annað tækifæri til að sanna sig í námi.

Smelltu á krækjuna til að sjá skólasóknarreglur.


(Síðast uppfært 16.8.2019)