Námsfyrirkomulag fjarnámsins

Fjarnám í FÁ er alfarið nám á netinu og eru allir áfangar settir upp í lokuðu námsumsjónarkerfi; Moodle.

 • Nemandi fær aðgang að þeim áföngum sem hann er skráður í. Á svæðinu eru m.a.: upplýsingar um kennsluáætlun, námsefni, námsmarkmið og námsmat og margt fleira.
  Gagnvirk próf og æfingar og vettvangur til að skila ritgerðum eða öðrum verkefnum.
  Þar hafa nemendur samskipti við kennara og samnemendur.

 • Alls er boðið upp á fjölmarga áfanga í fjarnámi á þremur önnum á ári, vorönn frá janúar til maí, sumarönn frá júní til ágúst og haustönn frá september til desember. Haustönn er 12 vikur vorönn 13 vikur og 8 lokaprófsdagar en sumarönn er 8 vikur og 5 prófadagar.

 • Lokapróf vorannar eru í fyrstu og annarri viku maí, próf sumarannar aðra vikuna í ágúst (eða strax eftir verslunarmannahelgina) og haustannarpróf eru í fyrstu og annarri viku desember. Hljóðbókasafn Íslands þjónustar nemendur með staðfesta lestrarerfiðleika. Sjá heimasíðu Hljóðbókasafnsins hér.                                                                                                                                    
 • Nemendur í fullu fjarnámi geta lokið allt að 25 einingum á haust- og vorönn og 15 einingum á sumarönn. Hægt er að sækja um undanþágu frá þessari reglu ef aðstæður eru þannig að nemendur telji sig ráða við meira nám. Sækja þarf um undanþágu til fjarnámsstjóra (fjarnam@fa.is).                                                                                                        
 • Sjálfsagi er mikilvægur í fjarnámi því að hluta til er fjarnám sjálfsnám. Það er ekki alltaf hægt að fá svör fá kennurum strax og spurningar vakna. Það er því mikilvægt að lesa vel allar leiðbeiningar, fylgja yfirferðaráætlun áfanganna, hafa tímasetningar í heiðri og leysa öll verkefni sem fyrir eru lögð. Vakni spurningar sem ekki eru svör við í námsumhverfinu er hægt að senda fyrirspurn til kennara inn í Moodle og ber honum að svara innan tveggja sólarhringa.                                                                                                                                          

Markmið með fjarnámi:

Markmið skólans með því að bjóða upp á fjarnám er að gefa sem flestum kost á því að stunda framhaldsnám óháð stað og stund.

 • Nemendur sem stunda nám í öðrum framhaldsskólum geta tekið áfanga í fjarnámi og þannig stytt leiðina að lokaprófi. Gott er að ganga úr skugga um að áfanginn sé metinn í viðkomandi skóla áður en skráning fer fram.
 • Námið er fyrst og fremst hugsað sem sjálfsnám undir handleiðslu kennara. Það kefst mikils aga og skipulagningar af hálfu nemenda og kennara.
 • Hægt er að ljúka öllum einingum til stúdentsprófs í fjárnámi og mörgum einingum á heilbrigðisbrautum skólans. Brautir skólans eru:

 1. Félagsfræðabraut
 2. Hugvísindabraut ( áður: Málabraut)
 3. Náttúrufræðabraut
 4. Viðskipta- og hagfræðibraut
 5. Nýsköpunar- og listabraut
 6. Heilbrigðisritarabraut
 7. Heilsunuddbraut
 8. Lyfjatæknabraut
 9. Sjúkraliðabraut
 10. Tanntæknabraut
 11. Viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi

Samskipti:

Samskipti við kennara og samnemendur í áfanganum fara fram í Moodle og þar er einnig að finna ítarefni, námsáætlanir, verkefni, próf og fleira sem skiptir máli í náminu.

Námsefni:

 • Bókalista má nálgast á heimasíðunni t.d. með því að skoða Áfangar í boði á fjarnámssíðunni: Annað námsefni/ítarefni er hægt að nálgast í kennslukerfinu Moodle.

  Helstu bókaverslanir í Reykjavík selja þær bækur sem notaðar eru í kennslunni og er hægt að panta þær hjá þeim ef nemendur búa úti á landi. Reynt er að tryggja nægilegt magn bóka en því miður tekst það ekki alltaf eða nemendur annarra skóla kaupa upp okkar pantanir.

Nemendur þurfa að....

 • Hafa daglegan aðgang að tölvu sem tengd er netinu og ræður við vefinn.
 • Hafa sitt eigið netfang og þurfa að tilkynna breytingar á því til fjarnámsstjóra á fjarnam@fa.is
 • Hafa lágmarkskunnáttu í ritvinnslu og tölvunotkun.
 • Hafa nokkra æfingu í að nota veraldarvefinn og síðan tileinka sér vinnu með námskeiðsvefinn Moodle. Þar eru bókalistar, námsáætlanir, verkefni, gagnvirk próf og ítarefni allra áfanga. Bókalistar eru einnig aðgengilegir undir Áfangar í boði.
 • Hafa tíma til að stunda námið.
 • Einingafjöldi áfanga er síðasta talan í númeri hans og þrepið er talan í miðju áfangaheitisins.

  Dæmi:
  HBFR1HH05 er á fyrsta þrepi og er 5 einingar
  DANS2RM05 er á öðru þrepi og er 5 einingar .
  FÉLA3ST05 er á þriðja þrepi og er 5 einingar.

Mat á fyrra námi:

 • Fjarnámsnemendur sem óska eftir mati á fyrra námi skulu senda inn öll gögn sem varða nám þeirra í öðrum skólum til fjarnámsstjóra. Nemendur sem eru skráðir í fjarnám í FÁ fá fyrra nám sitt metið án aukakostnaðar. Nemendur sem ekki eru skráðir nemendur við skólann greiða 2 - 5.000 krónur fyrir námsmat.

Fyrstu skrefin:

 • Þegar áfangar hafa verið valdir og greitt hefur verið fyrir þá eru aðgangs- og lykilorð að Moodle send í tölvupósti á upphafsdegi annarinnar. Þá getur þú skráð þig inn í áfanga þína í Moodle.
  Hver kennari setur tímaramma til verkefnaskila og ber nemendum að hafa samband við kennara dragist verkefnaskil nemenda úr hömlu. Í Moodle eru mikilvægar dagsetningar varðandi próf og verkefnaskil og annað sem viðkemur áfanganum.

Námið:

Verklagsreglur. Hverjar eru skyldur kennara og hverjar eru skyldur nemenda.

 • Nemendur skulu leitast við að fara að settum leiðbeiningum varðandi verkefni. Kennurum ber að svara fyrirspurnum nemenda innan tveggja virkra sólarhringa.
 • Nemendur eru hvattir til að senda fyrirspurnir til kennara í Moodle. Kennari svarar þar og geta þá aðrir nemendur í áfanganum notið góðs af og þar er einnig vettvangur til skoðanaskipta.
 • Tæknilegum vandamálum svarar netstjóri á netfangið thjonustuver@fa.is. Sími skólans er 5258800 og hann er opinn milli 8 og 15 virka daga .

Námsmat:

 • Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn á lokaprófi, áður en einkunnir fyrir verkefni er reiknuð inn í lokaeinkunn.
  Þetta merkir að:
 • Annarpróf/verkefnaeinkunnir geta hækkað lokaeinkunn upp að 4 hafi nemandi ekki náð 4,5 á lokaprófi.
 • Lélegar einkunnir fyrir vekefni og próf sem tekin eru á önninni geta orðið til þess að nemandi standist ekki áfanga, jafnvel þó prófseinkunn hans hafi verið hærri en 5.

Námstími - lokapróf:

 • Námsannir eru þrjár vor-, sumar- og haustönn. Vor- og haustannir eru 14 vikur auk 8 prófadaga og sumarönn 8 vikur og fjórir prófadagar.
 • Próf fara fram í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í maí og desember og í ágúst á auglýstum tíma.
 • Nemendur sem þurfa lituð blöð/stærra letur eða þurfa prófin upp lesin vegna lesblindu skulu sækja um hjá fjarnámsstjóra með því að send tölvupóst á netfangið: fjarnam@fa.is Fjarnámsstjóri eða fulltrúi fjarnáms gefa einnig nánari upplýsingar um flest annað sem við kemur prófunum.
 • Prófastaðir eru fjölmargir utan FÁ en nemendur þurfa að sækja um það til fjarnámsstjóra þurfi þeir að taka prófin utan skólans. Flestir framhaldsskólar á landinu taka að sér að leggja prófin fyrir og einnig er hægt að sækja um að taka próf í grunnskólum landsins óski nemendur eftir því og aðstæður eru fyrir hendi í skólunum. Nemendur erlendis skulu hafa samband við næsta sendiráð eða skóla sem eru tilbúin til að veita þessa þjónustu. Það þarf að útvega ábyrgðarmann og er verkefni hans það að taka við prófum í tölvupósti, prenta út, leggja þau fyrir, skanna úrlausnir og senda til baka.
  Símanúmer skólans er 5258800 og heimilisfangið Ármúli 12, 108 Reykjavík. Fjarnámsstjóri þarf að fá nafn, netfang, starfsheiti ábyrgðarmanns og nafn skólans sem haft hefur verið samband við. Prófstaður getur farið fram á að nemendur greiði fyrir þessa þjónustu.(Síðast uppært 20.08.2021)