4.3. Fjarnám

Fjarnám hófst í Fjölbrautaskólanum við Ármúla haustið 2002 og hefur því sífellt vaxið fiskur um hrygg. Síðustu tvö árin hafa nemendur í fjarnámi verið tvöfalt fleiri en nemendur dagskólans. Fjarkennsla er því orðin veigamikill þáttur í allri kennslu í skólanum. Stöðugt hefur verið unnið að því að bæta fjarkennsluna með því að nýta alla þá möguleika sem upplýsingatæknin býður upp á.

Meginmarkmið fjarnáms í Fjölbrautaskólanum við Ármúla eru:

  • að gefa sem flestum kost á að stunda framhaldsskólanám óháð stað og stund.
  • að brúa bilið hjá þeim sem kjósa að taka upp þráðinn á ný eftir hlé frá námi og gefa þeim nýtt tækifæri.
  • að gefa nemendum kost á sveigjanleika í námi og að stytta sér leið að lokaprófi.
  • að sem flestar leiðir sem standa til boða í staðnámi séu einnig í boði í fjarnámi.
  • að unnt verði að ljúka stúdentsprófi af öllum bóknámsbrautum í fjarnámi.
  • að unnt sé að ljúka í fjarnámi þeim bóklegu greinum á brautum Heilbrigðisskólans sem til þess eru fallnar.

Nánari upplýsingar um fjarnám eru á vefsíðu fjarnáms.

Smelltu á krækjuna til að sjá leiðir að þessum markmiðum.


(Síðast uppfært 2.11.2012)