Áfangi

Tölvuleikir-yndisspilun

Markmið

Í áfanganum spila nemendur tölvuleiki sér til ánægju og yndisauka. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur kynnast mismunandi tegundum tölvuleikja, tölvuleikjum sem gagnvirkum miðli, frásagnarformi, listformi og afþreyingu.

Efnisatriði

Tölvuleikir, tölvuleikjaspilun, tölvur, yndisspilun, frásagnarform, teymisvinna, listir

Námsfyrirkomulag

Að mestu verklegir tíma. Tölvuleikjaspilun í tíma ásamt lesefni, stuttum fyrirlestrum og myndböndum. Fjölbreytt verkefnin unnin út frá tölvuleikjunum sem eru spilaðir.

Kennslugögn

Valdir tölvuleikir eru spilaðir yfir önnina og þurfa nemendur að hafa aðgang að þeim leikjum. Leikjatitlar geta verið mismunandi milli anna. Tölvubúnaður skólans er einnig notaður til að spila tölvuleiki.

Námsmat

Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum.