Áfangi

ENS 373

  • Áfangaheiti: ENSK2VE05
  • Undanfari: ENSK2OB05

Markmið

Í þessum áfanga er ætlast til þess að nemendur öðlast aukinn skilning á notkun viðskiptaensku og öðlist færni í að skrifa formleg viðskiptabréf. Einnig að þeir þjálfist í að tjá sig munnlega um viðskiptalífið. Þjálfun í rituðu viðskiptamáli. Lesnir valdir textar, skrifuð verslunarbréf og æfingar. Hlustun þjálfuð

Námsfyrirkomulag

Nemendur eiga að byrja að lesa New Insights to Business strax í upphafi. Prófað verður úr köflum 1-3, 5, 7, 9 og 11 ? 15 (samtals 10 kaflar).
Tvö skilaverkefni eru á önninni sem gilda hvort um sig 10% af lokaeinkunn. Til viðbótar eiga nemendur að gera grein fyrir fréttum munnlega og skriflega einu sinni í viku.

Kennslugögn

New Insights into Business (Longman)
Engar kjörbækur

Námsmat

  • Skilaverkefni 20%
  • Hópverkefni og þátttaka 10%
  • Fréttir 10%
  • Lokapróf 60% (lágmarkseinkunn 5,0)

    Nemendur verða að ljúka öllum prófþáttum og ná lágmarkseinkunn á lokaprófinu. Tekið er tillit til heimavinnu nemenda og frammistöðu í tímum. Þeir nemendur FÁ, sem hafa greinst með lestrar- og skriftarörðugleika (dyslexíu) eða aðra skynjunarörðugleika skulu tala við kennara vegna þeirrar þjónustu sem þeir eiga rétt á af hálfu skólans.