Áfangi
STÆ 403
- Áfangaheiti: STÆR3FD05
- Undanfari: STÆR2HV05
Markmið
Að nemandi hafi góðan skilning á raunföllum, þekki til vísis- og lografalla.
Að nemandi geri sér grein fyrir markgildum falla og kannist við samfelldnihugtakið, kunni skil á deildareikningi og kunni helstu reiknireglur um deildun.
Að nemandi geti notað deildareikning til að kanna föll.
Efnisatriði
Veldi, grunntalan e og vísisföll og lograr.
Föll, vaxtarhraði, afleiður margliðna, ræðra falla, margfeldis falla og vísisfalla.
Markgildi. Klemmuregla. Afleiður og gröf falla. Afleiða hornafalla. Keðjureglan. Meðalgildissetningin.
Dæmi um ítarefni: Jöfnulausnir með Newton-aðferð. L?Hôpital-regla.
Námsfyrirkomulag
Námsefnið geta nemendur tileinkað sér á þeim hraða sem þeir kjósa en á nokkurra vikna fresti verður opnuð ný gagnvirk æfing sem þeir eiga kost á að leysa innan ákveðinna tímamarka. Æfingarnar endurspegla áhersluatriði lokaprófs. Tillögu að nákvæmri vikuáætlun fyrir önnina er að finna í Moodle undir liðnum NÁMSGÖGN.
Kennslugögn
Stærðfræði 3000 (403). Höfundar: Lars-Eric Björk og Hans Brolin.
Námsmat
Gagnvirkar æfingar allt að 30% Lokapróf a.m.k.70 % (lágmarkseinkunn 5,0) Einkunnir fyrir gagnvirkar æfingar eru einungis reiknaðar inn í lokaeinkunn ef þær hækka þá einkunn, ella gildir lokaprófið 100%.
Tengd vefslóð
http://www.fa.is/deildir/Staerdfraedi/stae403/stae403.htm