Áfangi

Grunnáfangi

  • Áfangaheiti: ENSK1GR05
  • Undanfari: Enskueinkunn C á grunnskólaprófi
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Í þessum áfanga eru undirstöðuatriði enskrar málfræði æfð. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Nemendur eiga að geta skrifað einfalda texta og hafa náð talsverðri færni í málfræðiatriðum, auk þess sem lesskilningur á að vera orðinn umtalsverður eftir áfangann. Einnig er ætlast til þess að nemendur geti tjáð sig um lesefni munnlega. Lögð er áhersla á rauntexta í áfanganum í kennslubók, auk þess sem nemendur fá mikla þjálfun í lestri skáldverka

Efnisatriði

Nemendur þurfa að vinna jafnt og þétt til þess að komast yfir efni áfangans, og þurfa því að skipuleggja nám sitt vel.

Kennslugögn

Nemendur nota eftirfarandi bækur:
• Innovations Upper- Intermediate Coursebook by Hugh Dellar and Darryl Hocking.
• Killing Mr. Griffin - höf: Lois Duncan
Nemendur velja síðan eina af eftirfarandi bókum:
• The Color of Magic - höf: Terry Pratchett
• One of Us is Lying – höf: Karen M. McManus
• The Breadwinner – höf: Deborah Ellis

Námsmat

Lokapróf 50%
Verkefni á önn 50%