Áfangi
Efnafræði 2
- Áfangaheiti: EFNA2GE05
- Undanfari: EFNA2AM05
- Efnisgjald: 0
Markmið
Að nemandi: ?
Þekki helstu gerðir efnahvarfa og geti framkvæmt útreikninga út frá efnajöfnum.
Þekki gaslögmálið og hugmyndir um kjörgas.
Öðlist skilning á varmabreytingum í efnahvörfum.
Kunni skil á helstu atriðum varðandi hraða efnahvarfa.
Kunni skil á jafnvægishugtakinu og geti beitt jafnvægislíkingu efnahvarfs við útreikninga.
Efnisatriði
Námið í áfanganum skiptist niður í 5 lotur eða hluta sem tengjast innbyrðis. Hér að neðan er listi yfir loturnar í þeirri röð sem þær eru teknar fyrir:
Efnahvörf og hlutföll í efnahvörfum:
• Gaslögmálið
• Orka í efnahvörfum
• Hvarfhraði
• Jafnvægi í efnahvörfum
Kennslugögn
Chemistry 2e frá Openstax College. Rafbók.
https://openstax.org/details/books/chemistry-2e
Almenn efnafræði II (efnahvörf) eftir Hafþór Guðjónsson fyrir þá sem vilja lesa námsefnið á íslensku.
Ekki þarf að kaupa þessar bækur fyrir áfangann – sjá nánar á Moodle.
Námsmat
Lokapróf 70%
Verkefni á önn 30%