Áfangi

ÞÝS 103

Markmið

Lestur: Að nemendur geti lesið stutta texta, s.s. samtöl og lestexta.
Ritun: Að nemendur verði færir um að setja saman stuttan texta, þar sem þeir lýsa t.d. fólki, stað eða skrifa dagbókarbrot.
Tal: Að nemendur verði færir um að tjá sig með þeim orðaforða sem að þeir afla sér.
Hlustun: Að nemendur verði færir um að skilja þýskt mál sem talað er í kennslustundum eða spilað af geisladiskum/snældum.

Efnisatriði

Framburður, orðaforði og málfræði.

Námsfyrirkomulag

Kannanir verða tvær á önninni, á eftir 5. kafla og á eftir 8. kafla (málfræði, málnotkun, ritun), hærri einkunnin gildir og því engin sjúkrapróf. Í vinnueinkunn felast 4 stutt sagnapróf (meðaleinkunn úr þremur bestu gildir), engin sjúkrapróf) og 3 ritunarverkefni. Nemendur sem ekki mæta í hlustunar- eða munnlegt próf vegna veikinda geta mætt í þau próf á sjúkraprófsdegi og þurfa þá að skila vottorði eða skriflegri beiðni með skýringum á fjarveru sinni til kennara eins fljótt og hægt er. Til að standast próf í áfanganum þarf nemandi að ná að lágmarki 4,5 í heildareinkunn.

Kennslugögn

Þýska fyrir þig 1, lesbók útgefin 2000 eða seinna Vinnubók 1 útg. 2002 eða seinna. Málfræðibókin Þýska fyrir þig Vasaorðabók frá Langenscheidt.

Námsmat

Lokaeinkunn skiptist þannig: Lokapróf 60%
Kannanir 10% (tvö á önninni)Hlustun 10% (eitt á önninni Vinnueinkunn 10% (á önninni) Munnlegt próf 10% (eitt á önninni)

Tengd vefslóð

http://www.fa.is/deildir/Thyska/namsaatlanir.html