Áfangi

Skráning f. tanntækna

  • Áfangaheiti: SKRÁ2TT05
  • Undanfari: Áfanginn er tekinn samhliða TAMS3TT05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Eftir að hafa stundað nám í áfanganum á nemandinn að hafa góða þekkingu á skráningarkerfum sem notuð eru á tannlæknastofum.  Nemandinn á að hafa yfirlit yfir tímabókanir, kostnaðar áætlanir, meðferðar áætlanir, sjúkraskrár og önnur gögn sem tilheyra tannlæknaþjónustu.  Einnig á hann að þekkja tölvuskráningar og algengustu forrit sem notuð eru á tannlæknastofum.

Efnisatriði

Útlit tanna, heiti tanna, heiti flata, Haderup kerfi, FDI kerfi, dagbók, símsvörun, tímapantanir, tannkortið, skráning á tannstöðu, DMFT-S, skráning og úrlestur ýmissa aðgerða, gjaldskrá, kostnaðaráætlun, tölvuforritið tannlæknaþjónninn ofl.

Námsfyrirkomulag

Efnið er kynnt með glærum á netinu og dæmum.  Mikið er unnið að verkefnum og æfingum.  Ætlast er til að nemendur taki virkan þátt.  Tölvuskráning í tannlæknakerfum fer fram í skólanum eða í samráði við nemendur ef þeir eru á landsbyggðinni.

Kennslugögn

Stuðst er við Lærebog for klinikassistenter bók 1 - ásamt efni frá kennara.
Ein staðbundin lota er á önninni.

Námsmat

Ýmis verkefni og próf 30 %.  Lokaprófi er skipt í tvo hluta sem hvor um sig gildir 35% en þó þarf að ná lágmarkseinkunn í báðum hlutum til að ljúka áfanganum.