Áfangi

Samfélagshjúkrun

  • Áfangaheiti: HJÚK3FG05
  • Undanfari: HJÚK2HM05 og HJÚK2TV05

Markmið

Í áfanganum er fjallað um hugtök og kenningar í fjölskyldu- og geðhjúkrun ásamt heimahjúkrun og heilsugæslu. Farið er í kenningar um þroskaferil fjölskyldunnar, þarfir og verkefni fjölskyldumeðlima á ýmsum þroskastigum. Farið er í hugmyndafræði heilsueflingar og hjúkrunarviðfangsefni í tengslum við fjölskyldu- og heimahjúkrun. Fjallað er um algengar geðraskanir, hjúkrun, forvarnir og endurhæfingu geðsjúkra með áherslu á fjölskyldumiðaða nálgun. Áhersla er lögð á að nemandinn kynnist mikilvægi geðhjúkrunar á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Í áfanganum er lögð áhersla á tengingu fræðilegrar þekkingar við skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, verkefnavinna, umræður.
Þrjár stuttar staðlotur eru í skipulagi áfangans, Þetta eru 3ja klst. lotur þar sem fara fram umræður og verkefni. Dagsetningar staðlota verða ljósar í upphafi hverrar annar.
Þeir sem búa fjarri höfuðborgarsvæðinu fá tækifæri til að taka þátt í staðlotum á TEAMS.

Gott er að taka áfangann samhliða HJÚK3ÖH05.

Kennslugögn

Samfélagshjúkrun eftir Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur. Iðnú 2021.
Efni frá kennara sem vísað er sérstaklega til í tengslum við námsefni.

Námsmat

Símat, verkefni og lokapróf.
Nemandi þarf að ná lokaprófi til að standast áfangann.