Áfangi

ILM 103

Efnisatriði

Farið verður í skilgreiningu á ilmkjarnaolíum, sögu þeirra og vinnsluaðferðir. Helstu eiginleikar algengra ilmkjarnaolía verða ræddir auk þess sem eiginleikar blómavatna og grunnolía verða skoðaðir. Öryggisatriði við notkun ilmkjarnaolía verða til umfjöllunar ásamt helstu efnum sem olíurnar innihalda. Einnig verður farið í gæði og varðveislu ilmkjarnaolía.
Fjallað verður um virkni ilmkjarnaolía á helstu líkamskerfi og hvernig er best að nota þær fyrir hvert kerfi. Farið verður í blöndun og þynningu ilmkjarnaolía og hönnun uppskrifta kennd. Að lokum verður fjallað um viðskiptamannaskráningu.

Kennslugögn

Ýmis gögn frá kennara, ilmkjarnaolíur, grunnolíur o.fl.

Áfanginn verður kenndur í dreifnámi þar sem nemendur vinna heima eina kennslustund á viku. Ætlast er til þess að nemendur nýti þennan tíma vel til vinnu. Hluti af verkefnum verða unnin í kennsluforritinu Moodle.

Námsmat

Námsmat:
1. Vinna á önninni 60%
 Prófílar ilmkjarnaolía
 Blöndur – skrásetning og umræður
 2 Hlutapróf
 Ýmis verkefni
2. Lokapróf 40%