Áfangi

Starfsumhverfi heilbrigðisstofnana

Markmið

Að nemendur öðlist þekkingu á starfsumhverfi og skipulagi íslenska heilbrigðiskerfisins og hlutverki helstu þjónustuþátta þess og geti nýtt sér þá þekkingu í starfi.

Nemandi
- geti gert grein fyrir skipulagi heilbrigðiskerfisins
- þekki lög og reglugerðir sem tengjast heilbrigðiskerfinu
- kunni skil á mismunandi stigum þjónustu í heilbrigðiskerfinu
- kunni skil á löggiltum heilbrigðisstéttum og hlutverki þeirra
- geti útskýrt mismunandi rekstarform í heilbrigðiskerfinu
- þekki til innra skipulags helstu heilbrigðisstofnana, m.a. öryggisreglna
- þekki réttindi sjúklinga
- þekki hættur í vinnuumhverfi sem hafa óæskileg áhrif á heilsu og hvernig má varast þær
- geti gert grein fyrir helstu áherslum í heilbrigðisáætlun
- geti útskýrt ferli eftirlits Landlæknisembættisins með heilbrigðisþjónustunni
- geti gert grein fyrir forgangsatriðum í stefnumörkun í heilbrigðisþjónustu

Efnisatriði

Heilbrigðisþjónustan, lög og reglugerðir, yfirstjórn, tryggingakerfi, sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, heilsugæsla, öldrunarþjónusta, einkastofur, þjónustustig, rekstrarform, heilbrigðisstéttir, eftirlit, gæði, forgangur, stefnumörkun. Lög um vinnuvernd og vinnureglur, verkferlar varðandi öryggismál sem snúa að ólíkum stofnunum.

Námsmat

Lokaverkefni 70%
Verkefni á önn 30%