Áfangi

Sótthreinsun fyrir sótthreinsitækna

  • Áfangaheiti: SÓTS1HR05
  • Undanfari: Almennar heilbrigðisgreinar

Markmið

Að nemandi geti hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að velja og framkvæma af fagmennsku sótthreinunaraðferðir fyrir mismunandi tegundir læknisfræðilegra tækja og speglunartækja. Geta beitt viðeigandi eftirlit með sótthreinsun og leiðbeint samstarfsfólki og nemendum um sótthreinsun.

Efnisatriði

Mismunandi aðferðir við sótthreinsun, hreint, sótthreinsað, vinnureglur, kemísk sótthreinsun, varma/hita sótthreinsun, reglur, skilgreiningar, prófun, kröfur, alþjóðlegir staðlar, smitgát, forvarnir, A0 staðlar, gæða staðlar, förgunarstjórnun, rekjanleiki, öryggi.

Námsfyrirkomulag

Námsefni verður aðgengilegt í námsumhverfinu Moodle. Glærur, greinar, myndbönd og fleira. Nemendur gera verkefni um mismunandi efni.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara ásamt efni af veraldarvef.

Námsmat

Símat á verkefnum og lokapróf