Áfangi

ÍSL 212

Markmið

Mál- og menningarsaga
Undanfari: Ísl 202 Bókmenntir og málfræði

Í áfanganum kynnast nemendur nokkrum atriðum íslensks máls frá öndverðu til okkar daga og kynnast helstu mállýskum á Íslandi. Nemendur kynnast norrænni goðafræði og hugmyndaheimi norrænna manna til forna auk þess sem þeir fá tækifæri til að tjá sig í ræðu og riti um efni áfangans. Nemendur kynnast helstu aðferðum við meðferð heimilda í ritun og fá tækifæri til að nota tölvu við frágang verkefna.

Við lok áfangans skulu nemendur:

kunna skil á höfuðþáttum í norrænni goðafræði
vita deili á helstu goðum og hlutverki þeirra
þekkja sígildar goðsagnir í norrænni goðafræði
kunna að fara með algeng orð og orðtök í Snorra-Eddu
geta áttað sig á áhrifum fornra trúarbragða á mál og menningu í nútímasamfélagi
hafa kynnst uppruna íslensku og skyldleika mála og velt fyrir sér orðsmíð og merkingu
kunna skil á helstu breytingum íslensks máls frá öndverðu til okkar daga
vera meðvitaðir um íslenska málstefnu

Tímanum er skipt nokkuð jafnt milli goðafræði og málsögu. Fyrst er Snorra-Edda lesin og leyst verkefni, síðan tekur málsagan við.

Kennslugögn

Íslenska tvö (Edda útgáfa).
Kjörbók valin í samráði við kennara.

Námsmat

Goðafræði 35%
Málsaga: 35%
Verkefni á önn: 30%
Lokaprófið tekur eina og hálfa klukkustund.

 

Tvær vikur á önninni verða notaðar í ritunarvinnu.

Tengd vefslóð

http://www4.fa.is/deildir/Islenska2/212/aaetlun/index.html