Áfangi

ÍSL 303

Markmið

Í áfanganum er lögð áhersla á íslenskar bókmenntir og sögu þeirra frá landnámsöld til siðaskipta. Nemendur fræðast einnig um orðaforða og öðlast þannig betri skilning á textunum og málfari þeirra.
Nemendur lesa Eddukvæði: Hávamál, Völuspá og eitt hetjukvæði. Egils sögu (haustönn) eða Njáls sögu (vorönn). Þeir lesa einnig valda texta úr öðrum bókmenntagreinum; fræðum, konungasögum, samtímasögum, fornaldarsögum Norðurlanda, riddarasögum og helgikvæðum.

Við lok áfangans skulu nemendur
- geta gert grein fyrir því helsta sem vitað er um bókmenntir frá upphafi Íslandsbyggðar fram til 1550
- geta gert grein fyrir helstu bókmenntagreinum þessa tímabils með sérstakri áherslu á eddukvæði og Íslendingasögur

Nemendur munu geta nálgast verkefni á heimasíðu áfangans og jafnframt prófað kunnáttu sína með gagnvirkum prófum.

Námsfyrirkomulag

Tvær vikur á önninni verða notaðar í ritunarvinnu

Kennslugögn

Haustönn: Brennu-Njáls saga (IÐNÚ 2002)
Vorönn: Egils saga. (ritstj. Bergljót S. Kristjánsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir)
Báðar annir:
Ormurinn langi (2005) (útg. Bragi Halldórsson o.fl.).
Viðbótarefni hjá kennara.

Námsmat

Verkefni og hlutapróf. Sjá nánar í kennsluáætlun.

Tengd vefslóð

http://www2.fa.is/Islenska/