Áfangi

SPÆ 203

Markmið

Hlustun: að nemendur skilji einfaldar setningar, spurningar og upplýsingar sem tengjast daglegum athöfnum þeirra, og einnig meginefni í einföldum, skýrum skilaboðum og tilkynningum.
Lestur: að nemendur skilji lykilatriði í stuttum frásögnum í bókum, blaða- og tímaritsgreinum; skilji einfaldar leiðbeiningar og fyrirmæli; skilji boðskort og stutt persónuleg bréf þar sem sagt er frá daglegu lífi, atburðum, tilfinningum og óskum og beðið um upplýsingar; skilji einfalda texta um staðreyndir sem varða persónuleg eða menningarleg málefni.
Samskipti: að nemendur geti bjargað sér við mismundandi aðstæður með aðstoð viðmælenda sinna, geti boðið og þegið boð, geti komið með uppástungur, geti afsakað sig og beðið leyfis, geti spurt og svarað einföldum spurningum um liðna atburði, geti aflað sér einfaldra, hagnýtra upplýsinga, geti tjáð sig á einfaldan hátt um heilsufar, tilfinningar og viðhorf. 
Frásögn: að nemendur geti sagt einfalda sögu og lýst liðnum atburðum og reynslu í stuttu máli, séu fær um að lýsa hlutum og fólki og gera samanburð, geti sagt frá einföldum söguþræði bókar eða kvikmyndar.
Ritun: að nemendur geti skrifað einföld persónuleg bréf, sagt stuttar persónulegar fréttir, greint frá liðnum atburði, lýst reynslu eða skoðun sinni og tjáð tilfinningar sínar, skrifað einfaldan texta um málefni sem nemandinn þekkir.

Efnisatriði

Athugið að það er skylda að fylgjast með áfanganum í Moodle alla önnina. Þar verða settar inn leiðbeiningar varðandi verkefni, kaflapróf, hlustunarpróf, gagnvirkar æfingar og slóðir fyrir orðabækur og annað efni sem hægt er að finna á netinu og nýtist í náminu.

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

¡Hola! ¿Qué tal? 2 (Bókin er eingöngu seld hjá kennara í fyrstu kennsluviku annarinnar.)
Góð orðabók.

Námsmat

Þetta er símatsáfangi og því ekkert lokapróf.
Til að ljúka áfanganum er nemendum skylt að ljúka öllum þáttum námsmats og ná 5 í lokaeinkunn.

Tengd vefslóð

http://www.fa.is/deildir/Spaenska/203/203.htm