Áfangi

SPÆ 303

Markmið

Hlustun: að nemendur geti fylgt aðalatriðum í samtali tveggja eða fleiri aðila á viðkomandi tungumáli þegar rætt er um almennt efni og talað er skýrt og greinilega, fylgst með frásögnum um efni sem þeir þekkja þar sem talað er skýrt og greinilega.
Lestur: að nemendur geti fylgt söguþræði í einföldum/einfölduðum bókmenntatexta, skilji aðalatriði í blaðagreinum og textum um almennt og sérhæfðara efni sem tengjast áhugasviði nemendanna.
Samskipti: að nemendur geti sagt hvað þeim líkar eða mislíkar; tjáð samþykki eða ósamþykki og rökstutt mál sitt á einfaldan hátt, rætt við aðra um liðna atburði og áform með aðstoð viðmælenda. 
Frásögn: að nemendur geti lýst fólki og umhverfi þess, sagt frá liðnum atburðum og persónulegri reynslu, endursagt munnlega stuttan ritaðan texta, haldið stutta kynningu á fyrirfram undirbúnu efni, rökstutt mál sitt á einfaldan hátt.
Ritun: að nemendur geti lýst nokkuð nákvæmlega ýmsu sem snertir daglegt líf (t.d. fjölskylda, fólk, skóli og umhverfi); skrifað frásögn um ýmis efni, í samræmi við orðaforða og málfræði áfangans.
 

Efnisatriði

Það er skylda að fylgjast með áfanganum í Moodle alla önnina. Þar er að finna heimalærdóm,  leiðbeiningar fyrir verkefnin og kaflaprófin, hlustunaræfingar, gagnvirkar æfingar og slóðir á efni á netinu sem nýtist í náminu.

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

Vente 2 - libro del alumno
Verkefnahefti selt hjá kennara.
Moros en la costa (skáldsaga). Höfundur: Dolores Soler-Espiauba.
Orðabók spænsk-íslensk/íslensk-spænsk eða ensk-spænsk/spænsk-ensk.

Námsmat

Á önninni verða tekin 3 kaflapróf og munnlegt próf, auk þess sem nemendur skila ritunarverkefnum og taka þátt í hópverkefni.  Einnig verður lesin stutt skáldsaga og horft á kvikmynd í tíma og gerðar tímaritgerðir úr skáldsögu og kvikmynd.

Annareinkunn 60%
Lokapróf 40%
Að sleppa við lokapróf: Nái nemandi 8 eða hærra í hverjum einasta lið annareinkunnar (60%) getur hann sleppt því að taka skriflega lokaprófið (40%). Frá þessari reglu verða engar undanþágur gefnar.