Áfangi

BÍÓ 103

Markmið

Við lok áfanga skulu nemendur:

  • Kunna skil á handritsskrifum og uppbyggingu þess
  • Skulu hafa lokið við að fullskrifa handrit
  • Hafa lært að meðhöndla myndbandsupptökuvél
  • Hafa tileinkað sér grundvallaratriði kvikmyndatöku
  • Hafa náð tökum á einu klippiforriti t.d. Final Cut eða Windows Movie Maker
  • Hafa gert sér grein fyrir grundvallaratriðum klippingar
  • Hafa þróað með sér hæfileikann til að vinna í teymi
  • Hafa áttað sig á mikilvægi skipulagðra vinnubragða
  • Hafa gert sér grein fyrir mikilvægi skapandi hugsunar og kunna að taka gagnrýni

Námsfyrirkomulag

Nemendur vinni að hugmyndavinnu að stuttmynd. Nemendur fá leiðsögn í uppbygginu á handriti fyrir stuttmyndir. Nemendur vinni örmyndir hvert fyrir sig og skili inn í gegnum netið. Jafnframt er hópnum skipt í teymi sem verða tilbúin að vinna saman að gerð stuttmyndar hvers og eins nemenda.
Með fullbúið handrit vinnur teymið alla undirbúningsvinnu fyrir upptökur. Sá sem vinnur að sinni hugmynd er jafnframt leikstjóri myndarinna og sér um val á leikurum, upptökustöðum og annað sem viðkemur handritinu. Leiðsögn hvernig sú vinna fer fram. Á þessu stigi skipta nemendur í hverju teymi með sér verkum. Upptökur á stuttmyndinni fara fram undir leiðsögn, m.a. á kvikmyndatöku, hljóðupptöku, leikmynd og búningum. Lögð verður áhersla á frumkvæði nemenda og skapandi innlegg þeirra í áfangann. Nemendur hafa aðganga að tækjakosti skólans, DVCam/HD upptökuvélum, ljósum, klippitölvu og klippihugbúnaði Final Cut eða Windows Movie Maker.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

Verkefnavinna, símat í áfanga, leiðsagnarmat og sjálfsmat. Öll verkefni í áfanga verða metin.  Efniskostnaður er kr. 1000.