Áfangi

SAG 193

Markmið

Efnisatriði

  • Sjö undur veraldar í fornöld. Menningarheimur Grikkja og Egypta. Evrópa og Miðjarðarhafssvæðið kortlagt.
  • Þúsund og ein nótt. 7. öld: Islam kemur fram á sjónarsviðið, menningarheimur múslima
  • Jóhanna af Örk Miðaldir (lok, þ.e. 13.-15. öld), ofurvald kirkjunnar, vaxandi konungsveldi, bæði á Íslandi og annars staðar í Evrópu.
  • Inkagull og Astekapíramídar. 1500: Ameríka. Landafundir og menningarlegir árekstrar. Píramídar og fleiri furðuleg stórvirki í Mið-Ameríku.
  • Kobbi kviðrista (Jack the Ripper). 19. öld: Mannlíf í evrópskum borgum eftir iðnbyltingu.
  • Tvær heimsstyrjaldir. 1914-2010, tvær heimsstyrjaldir og stríðsátök nútímans.
  • Karlinn í tunglinu. S.hl. 20. aldar: Kalda stríðið, geimferðakapphlaup, samsæriskenningar.

Námsfyrirkomulag

·         Efni þessa áfanga er valdir þættir úr Íslands- og mannkynssögu frá upphafi til okkar dags. Lokaafurðin verður nokkurs konar ferilmappa þar sem nemendur hafa safnað saman margvíslegu efni um þá. Tilgangurinn er fyrst og fremst að glæða áhuga nemenda á sögulegum viðfangsefnum sem meðhöndluð verða á spennandi og forvitnilegan hátt.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

·         Námsmat er fjölbreytt og heildstætt og endurspeglar bæði hæfniviðmið áfangans, viðfangsefni hans og kennsluhætti. Um er að ræða símat, án lokaprófs. Ferilmappan er grundvöllur námsmats, ásamt lokaverkefni þar sem allir færniþættir áfangans koma saman. Nauðsynlegt er að ljúka hverjum námsþætti til að ljúka áfanganum í heild.