Áfangi

VLT 102

  • Áfangaheiti: VEFL3VT05
  • Undanfari: VÖFR2VÖ06, KLNU3NT07

Markmið

 

Nemandi skal þekkja og skilja þær meðferðarforsendur sem triggerpunktavinna byggir á.

Nemandi skal hafa þekkingu á verkjum í vöðvum og vöðvafelli og leikni til að vinna með þá verki.

Nemandi skal öðlast hæfni til að meðhöndla stutta og stífa vöðva með vefjalosun.

Nemandi skal öðlast hæfni til að nýta sér kortlagningu á leiðniverkjum með það að leiðarljósi að vinna markvisst á orsökum þeirra.

Nemandi skal ná hæfni til að nota triggerpunktavinnu, djúpvefjavinnu og vefjalosun við verkjum eða styttingu í vefjum.

Efnisatriði

Triggerpunktar, triggerpunktakort, kenningar um triggerpunkta, sársaukaleiðni, taugaendar, vefjalosun, bandvefur, vöðvafell, djúpvefjavinna.

Námsfyrirkomulag

Fræðileg innlögn á töflu eða glærum.

Verkleg sýnikennsla og innlögn verklegrar færni.

Nemendur vinna hverjir á öðrum við þjálfun færni við vefjalosun. Þeir sem þiggja meðferð eru virkir í endurgjöf.

Kennslugögn

Kennslubók í vefjalosun tekin saman af Finnboga Gunnlaugssyni. Fæst hjá kennara.
DVD - Integral Anatomy Series

Námsmat

Mæting 12,5%

Rökstutt sjálfsmat 12,5%

Skriflegt próf 25%

Verklegt próf 50%